Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 42

Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 42
34/34 DaNmörk tiger-hjónin metin á milljarða danskra króna Langmest af þeim vörum sem seldar eru í TIGER er sér- framleitt fyrir fyrirtækið, að undanskildum nokkrum vörutegundum svo sem sælgæti og kvikmynda- og tónlistar- diskum. Það er eiginkonan Sus sem velur vörurnar og hún hefur nóg á sinni könnu, því í hverjum mánuði skoðar hún, og tveir aðrir starfsmenn, um það bil 1.000 hluti en 300 þeirra eru að jafnaði teknir til sölu. Eigin hönnun verður líka sífellt fyrirferðarmeiri. „Þannig ráðum við meiru um það að hlutirnir séu eins og við viljum hafa þá,“ sagði Sus við blaða- mann dagblaðsins Berlingske, en annars talar hún sjaldan við frétta- eða blaðamenn. Fyrir tæpum tveimur árum seldu þau Lennart og Sus 70% fyrirtækisins til fjárfestingarsjóðsins EQT. Sá hlutur jafngildir um það bil 35 milljörðum íslenskra króna, en 30% eignarhluturinn og móðurfyrirtækið Zebra leggur sig á annað eins. Fólkið sem byrjaði með tvær hendur tómar (eða réttara sagt með fangið fullt af regn- hlífum) á sem sagt sem samsvarar 70 milljörðum íslenskra króna. Jafnframt því að selja hlutinn hætti Lennart sem framkvæmdastjóri en starfar áfram sem hugmynda- og þróunarstjóri. Sus heldur sínu striki og velur vörurnar eins og hún hefur gert frá byrjun. Þau mæta í vinnuna á kontórinn við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn á hverjum morgni eins og ætíð. Lennart segir að fyrirtækið sé með margt á prjónunum, verslununum muni halda áfram að fjölga og ótal aðrar hug- myndir séu í undirbúningi. Sjálfur ætlar hann ásamt Sus á Hróarskelduhátíðina í sumar (enda bara 54 ára) en að þessu sinni ætla þau ekki að selja regnhlífar, heldur sólhatta! Þá má að lokum geta þess að undanfarna daga, meðan unnið var að þessari grein, hafa verið opnaðar þrjár eða fjórar nýjar TIGER-verslanir í jafn mörgum löndum. „Fólkið sem byrjaði með tvær hendur tómar (eða réttara sagt með fangið fullt af regnhlífum) á sem sagt sem samsvarar 70 milljörðum íslenskra króna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.