Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 60

Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 60
51/51 áLit stefnunni. Það sem gleymist hins vegar er að verst staddi hópurinn á Íslandi hlýtur enga aðstoð með því að eiturlyfja- neysla verði afglæpavædd. Eins og fjallað hefur verið um undanfarið er hér stór hópur einstaklinga sem glímir við sprautufíkn og geðræn vandamál. Neikvætt viðhorf er ríkjandi í garð fólks með fíknivanda. Einstaklingar í þessum hópi geta engin úrræði fengið nema verða edrú í vissan tíma fyrst og ef það gengur ekki búa þeir á götunni. Ofan á allt saman hafa tölur SÁÁ sýnt að það eru helst lyfseðils- skyld lyf sem verið er að misnota innan þessa verst stadda hóps. Þessar staðreyndir eru ekki kveikjan að umræðu um afglæpun og að stefnan virki ekki hér á landi. Hér fór um- ræðan almennilega í gang eftir að Kristján Þór Júlíusson lét þau ummæli falla á fundi með Heimdalli að hann væri opinn fyrir endurskoðun á fíkniefnastefnu Íslands. Heimdallur er frjálshyggjuafl og því virðist uppsprettan vera frelsi einstak- linga til að gera það sem þá langar til án afskipta yfirvalda. hvað þarf? Hér þarf fleiri skaðaminnkandi úrræði, hér þarf hugarfars- breytingu og hér þarf búsetuúrræði fyrir þann hóp sem verst er staddur. Hér þarf á að halda að fólk með tvígreiningar, þ.e fíknivanda og geðsjúkdóm, búi ekki á götunni eða sé fast inni á geðdeildum. Hér þarf að takast á við þann vanda að fólk misnoti lyfseðilsskyld lyf og selji þau á svörtum markaði. Hér þarf endurhæfingu fyrir einstaklinga með fíknivanda til að geta orðið virkir í samfélaginu. Leysum þessi alvarlegu vandamál og lögum til í velferðarkerfinu áður en við kom- um til móts við einstaklinga sem vilja geta tekið eiturlyf án afskipta yfirvalda. Á meðan umræðan er á þá leið að fólk með fíknivanda sé dópistar eða aumingjar sem búi í dópgrenum, þá erum við ekki komin á stað afglæpunarstefnunnar sem samfélag. Fyrst og fremst þarf að breyta viðhorfi í garð einstaklinga sem glíma við fíknivanda. Mannúðarsjónarmiðin í forgang og svo getum við talað saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.