Kjarninn - 05.06.2014, Side 60

Kjarninn - 05.06.2014, Side 60
51/51 áLit stefnunni. Það sem gleymist hins vegar er að verst staddi hópurinn á Íslandi hlýtur enga aðstoð með því að eiturlyfja- neysla verði afglæpavædd. Eins og fjallað hefur verið um undanfarið er hér stór hópur einstaklinga sem glímir við sprautufíkn og geðræn vandamál. Neikvætt viðhorf er ríkjandi í garð fólks með fíknivanda. Einstaklingar í þessum hópi geta engin úrræði fengið nema verða edrú í vissan tíma fyrst og ef það gengur ekki búa þeir á götunni. Ofan á allt saman hafa tölur SÁÁ sýnt að það eru helst lyfseðils- skyld lyf sem verið er að misnota innan þessa verst stadda hóps. Þessar staðreyndir eru ekki kveikjan að umræðu um afglæpun og að stefnan virki ekki hér á landi. Hér fór um- ræðan almennilega í gang eftir að Kristján Þór Júlíusson lét þau ummæli falla á fundi með Heimdalli að hann væri opinn fyrir endurskoðun á fíkniefnastefnu Íslands. Heimdallur er frjálshyggjuafl og því virðist uppsprettan vera frelsi einstak- linga til að gera það sem þá langar til án afskipta yfirvalda. hvað þarf? Hér þarf fleiri skaðaminnkandi úrræði, hér þarf hugarfars- breytingu og hér þarf búsetuúrræði fyrir þann hóp sem verst er staddur. Hér þarf á að halda að fólk með tvígreiningar, þ.e fíknivanda og geðsjúkdóm, búi ekki á götunni eða sé fast inni á geðdeildum. Hér þarf að takast á við þann vanda að fólk misnoti lyfseðilsskyld lyf og selji þau á svörtum markaði. Hér þarf endurhæfingu fyrir einstaklinga með fíknivanda til að geta orðið virkir í samfélaginu. Leysum þessi alvarlegu vandamál og lögum til í velferðarkerfinu áður en við kom- um til móts við einstaklinga sem vilja geta tekið eiturlyf án afskipta yfirvalda. Á meðan umræðan er á þá leið að fólk með fíknivanda sé dópistar eða aumingjar sem búi í dópgrenum, þá erum við ekki komin á stað afglæpunarstefnunnar sem samfélag. Fyrst og fremst þarf að breyta viðhorfi í garð einstaklinga sem glíma við fíknivanda. Mannúðarsjónarmiðin í forgang og svo getum við talað saman.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.