Kjarninn - 05.06.2014, Side 79

Kjarninn - 05.06.2014, Side 79
02/04 MarkaðsMÁl Byrjunarliðið Þegar kemur að íþróttaauglýsingum er Nike jafnan í fararbroddi. Stjörnuframherji sem kemst alltaf í byrjunarliðið. Í ár er engin breyting á því. Auglýsing Nike er rúmlega fjögurra mínútna löng og er komin með yfir 70 milljón áhorf á YouTube. Það segir sitt um áhrifamátt þessa öfluga vörumerkis. Nöfn eins og Ronaldo, Zlatan, Neymar og Pirlo eru í aðalhlutverki og ná þeir á skemmtilegan hátt að tengja skólalóðaknattleik við atvinnumannaspark. Ungir drengir bregða sér í hlutverkaleik og þykjast vera stjörnurnar. Útkoman er seiðmögnuð rússíbanareið. Sjón er sögu ríkari. Ronaldo er ekki við eina fjölina felldur í auglýsingaheimi, enda verðmætt vörumerki sjálfur. Hér leikur hann á móti öðrum frægum kappa í auglýsingu fyrir Emirates-flugfélagið. Þrátt fyrir að vera nett hallærisleg er útkoman hnyttin. Emirates slefar í byrjunarliðið. Örvfættur kantmaður nýrisinn úr meiðslum, plantað á hægri kant. Sjónvarpsstöðin ESPN kemur með eina fína. Hún tekur þetta út fyrir völlinn og fjallar um umræðuna sem myndast í kringum mótið. Punkturinn er þessi. Það verða bókstaflega allir að tala um HM í júní. Þannig er það bara. Sniðug nálgun og kemur ESPN rakleitt í byrjunarliðið. Öflugt akkeri á miðjunni. Brasilía er líklega þekktasta knattspyrnuþjóð í heimi. Í þessari auglýsingu frá Visa er vísað í úrslitaleiki sem Brasilía hefur tapað á fyrri mótum og sigurvegara þeirra viðureigna. Gamlar kempur í aðalhlutverkum sem hafa merkilega mikinn sjarma. Tengingin milli vörunnar og knattspyrnunnar er fín og úr verður ágætis mynd. Þessi er traust í vörnina.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.