Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 62
53/55 pistiLL
dótahestum, markaðssettum handa stelpum, en hafði orðið
fyrir svo mikilli stríðni fyrir vikið að hann framdi sjálfsmorð.
takk, David Bowie
Fréttin hafði gert mig svo hrædda að ég hafði staðið sjálfa
mig að því að hugsa: Skítt með það að stelpur eigi að leika sér
með strákadót og strákar með stelpudót! Sonur minn á ekki
að þurfa að upplifa neitt í líkingu við það sem þessi vesalings
drengur gerði.
Þetta átti ekki bara við um dótið. Fyrr en varði hætti ég að
nota bleiku sokkana og ljósfjólubláu peysurnar sem Hjalla-
stefnumóðirin, systir mín, hafði gefið honum frá dóttur sinni
(dökkfjólubláu peysurnar héldust þó í notkun). Á þessum
tímapunkti var ég komin nokkuð langt frá frjálslyndu, óléttu
mömmunni sem ætlaði að klæða soninn sem oftast í bleikt og
helst aldrei í blátt. Mömmunni sem ætlaði
líka að fá hann til að leika með dúkkur til
að örva sköpunargleðina og um leið forða
honum frá sundskýlum og drykkjarmálum
skreyttum forljótum myndum af brosandi
kappakstursbílum (ég skildi hreinlega ekki fólk sem keypti
annan eins óskapnað handa börnum).
Skyndilega rifjaðist þetta upp fyrir mér þar sem ég stóð og
horfðist í augu við þrjóskan son minn. Í sömu andrá mundi
ég líka að á þessum stað, á þessari stundu, var ég aðeins
örfáum skrefum frá gamla sögufræga heimilinu hans David
Bowie, þarna sömu megin götunnar á Hauptstrasse. Þar gerði
hann garðinn frægan, ásamt Iggy Pop, þegar ég var á aldur
við son minn og þótti hafa svo heppileg áhrif á borgina, sem
og hún á hann, að í síðustu viku var opnuð veigamikil sýning
um ástríðuþrungið samband David Bowie og Berlínar. Ég
horfði á son minn og sá David Bowie; ég glotti skelmislega og
mundi að sjálfri hefði mér alltaf þótt kvenlegir karlmenn og
karlmannlegar konur þokkafull með eindæmum. Í rauninni
eru allir karlar að einhverju leyti konur og allar konur að
einhverju leyti karlar.
„Þar gerði hann
garðinn frægan,
ásamt Iggy Pop ...“