Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 6
05/06 Leiðari
á öðrum vettvangi en í fjármálageiranum. Dæmi um þetta er
fyrirtækið Meniga, sem beinlínis fæddist í þessum aðstæðum.
Auk þess hafa fleiri fyrirtæki í örum vexti á undanförnum
árum, eins og TM Software og CCP, notið góðs af þessu
þar sem hæft fólk hefur gengið til liðs við þessi fyrirtæki.
Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, hefur tjáð sig
um það sama; hér á Íslandi séu að mörgu leyti kjör aðstæður
til þess að byggja upp fyrirtæki sem hyggist hasla sér völl
erlendis. Ekki síst vegna þess hvað mann auðurinn er mikill.
Ég fylgdist með ráðstefnunni Startup Iceland sem fram
fór í Hörpu um síðastliðna helgi, en þar lýstu virtir erlendir
fyrirlesarar, þar á meðal Bre Pettis, forstjóri þrívíddarteikni-
fyrirtækisins MakerBot, Íslandi sem suðupotti fyrir frum-
kvöðla og nýsköpun. Þeir fyndu fyrir því að þessar aðstæður
væru fyrir hendi hér, ekki síst vegna mannauðs og vaxandi
skilnings atvinnulífsins á mikilvægi frum-
kvöðlastarfsemi. Nokkur atriði hafa skipt miklu
máli í þessu samhengi eftir hrunið. Endurreistu
bankarnir hafa sýnt þessum anga meiri áhuga
en fyrir hrun. Ekki síst hefur Startup Reykjavík
viðskiptahraðallinn, sem Arion banki og Klak
Innovit hafa leitt, dregið frumkvöðlastarfið fram í skýrara
dagsljós og gefið fólki tækifæri til að koma hugmyndum
sínum á næsta stig. Á þeim þremur árum sem viðskipta-
hraðallinn hefur staðið yfir hafa 30 fyrirtæki á frumþroska-
stigi orðið til, og tugir starfa á ársgrundvelli í kjölfarið. Sum
þessara fyrirtækja standa á spennandi tímamótum og eru að
sækja sér fé á erlenda markaði. Íslandsbanki og Landsbank-
inn hafa enn fremur verið að styrkja fjárfestingaumhverfi
á sínum vettvangi, sett upp sjóði sem fjárfesta í nýsköpun
á ýmsum sviðum og horfa til langs tíma. Þá stigu Samtök
atvinnulífsins mikilvægt skref og stofnuðu sérstakan vett-
vang, Litla Ísland, sem vinnur að framgangi lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja. Rannsóknir sýna að 70 til 80 prósent fólks
á vinnumarkaði vinna hjá þessum fyrir tækjum. Athyglin
í fjölmiðlum og umræðu um hagsmunamál atvinnulífsins
yfirleitt er ekki í samræmi við þetta.
„Jákvæðar
hliðar hrunsins
hafa ekki verið
mikið ræddar.“