Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Qupperneq 9

Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Qupperneq 9
fjöldi samsvarar því að á Reykjavíkursvæðinu væru um 170 bensínstöðvar, en þær eru tæplega 40 og þykir nóg. Annað sem valdið hefur okkur skaða í þessu sambandi er samkepopnin á matvörumarkað- num. Eftir því sem mér skilst var tilkoma Kjara- bótar á sínum tíma kærkomin fyrir Húsvíkinga og leiddi til lækkunar á vöruverði. Ekki ætla ég að véfengja þá skoðun. Hitt er alveg ljóst að Kjara- bót hvatti kaupfélagið til að gera betur og það er einmitt jákvæði þáttur samkeppninnar. Hins vegar held ég að þetta hafi engu breytt þegar til lengdar lét. Bættar samgöngur hafa fært næst stærsta markaðssvæði landsins, Eyjafjarðarsvæð- ið, nær okkur og það eitt og sér hefur þrýst á kaup- félagið að gera betur af mun meiri krafti en nokk- um tíma Kjarabót gat gert eða hefur burði til. Annars er það umhugsunarvert í ljósi nýjustu tíðinda af málefnum Kjarabótar hver það sé sem greiðir hina margrómuðu kjarabót sem Húsvík- ingum og nærsveitamönnum var færð á sínum tíma með starfrækslu þeirrar verslunar. Herkost- naðurinn er, svo grátlegt sem það annars er, greiddur að stómm hlut af þeim sjálfum þegar upp er staðið, t.d. í formi hærri útsvara og orku- kostnaðar. Það er ljóst að við verðum að stefna að því að draga verulega úr því frumskógarlögmáli sem virðist ráða í okkar viðskiptalífi, ekki bara á landsvísu, heldur ekki síður hér heima fyrir. Heil- brigður atvinnurekstur getur aldrei þrifist nema að menn virði ákveðnar grundvallarreglur og í þeim efnum á hið opinbera að ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og skapa atvinnulífinu eðlilegt umhverfi sem byggist á jafnri aðstöðu, ekki bara einstakra atvinnugreina, heldur ekki síður landshluta. Ragnar Jóhann Jónsson wP* Naustagil Odýru gasgrillin eru komin Olíufélagið h/f 9

x

Boðberi K.Þ.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.