Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 6

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 6
Stearns rekur tónlist voodoo-tilbiðjenda frá Dahomey- þjóðflokkum í Vestur-Afríku til New Orleans, þar sem hún helst sem "hrynjandauppspretta í menningu okkar. dansiðkendum í Norður- Mexíkó og Shaman-dönsum í Kalíforníu. Báðir þessir dansargerðu ráð fyrir að fram kæmu einhveriir þættir dástjarfakasta.^ Gaston segir um síendurtekinn og einhæfan danstakt Aztekamenningar- innar: "Hann minnir einna helst á rokkmúsik."15 Á síðari tímum urðu sálræn áhrif tónlistar sovéskum vísindamönnum rannsóknarefni, og þar komu skýrt fram tengslin á milli hrynjandi og líkamshreyfinga. Sérstaklega valin tónlist eykur starfsgetu vöðvanna. öafnframt breytist takturinn í hreyfingum verkamannanna til samræmis við taktinn í tónlistinni. Það er eins og hjóðfallið skapi góðan, hraðan takt í hreyfing- unum. Önnur röð tilrauna á nemendum sannaði að það er ekki aðeins starfsgetan sem breytist undir áhrifum tónlistarinnar, heldur einnig púlsinn og blóð- þrýstingurinn.1^ Þetta er aðeins stutt upptalning á nokkrum vísindalegum athugunum á tónlist og áhrifum hennar á sál og líkama. En jafnvel þessar takmörkuðu upplýsingar draga fram nokkur athyglisverð fróðleiksatriði: 1. Tónlist er skynjuð og hennar notið án þess að hún sé alltaf túlkuð af hinum æðri stöðvum heilans þar sem rökhyggja og dómgreind hafa aðsetur. 2. Svörun við tónlist er mælanleg jafnvel þó að hlustandinn beini ekki meðvitaðri athygli að henni. 3. Sannanir eru fyrir því að tónlist geti haft í för með sér geðbrigði með áhrifum á efnasamsetningu líkamans og rafvakajafnvægi. 4. Með því að lækka skynjunar- mörkin eykur hljómlist næmni fyrir litum, snertingu og öðrum skynjunum. 5. Sýnt hefur verið framá að hljómlist valdi breytingu á vöðva- orku og ýmist auki eða dragi úr líkamshreyfingum. 6. Taktföst síbylju- tónlist hefur sefjandi áhrif. 7. Heyrnarskynið hefur meiri áhrif á ósjálfráða taugakerfið en á nokkur önnur skilningar- vit. 6

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.