Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 11
lýsti fyrir honum hvernig rokkmúsik verkaði á hann um fermingaraldur: "Hún er æðislega æsandi og maður getur ekki stillt sig um að sleppa sér. Stundum dansaði ég fyrir framan spegil og fann upp allskonar fettur og brettur. Mér fannst ég hverfa djúpt inní músik- ina."31 Frank Garlock, forseti tónlistardeildar- innar í Bob Oones háskól- anum og stjórnandi lúðrasveita,1 hefur haldið marga fyrirlestra í skólum og klúbbum. Hann segir. "Ungur maður sem hefur orð á sér fyrir marga "sigra" yfir unglingsstelpum sagði mér að honum reyndist besta aðferðin til að "koma stelpunum til sé að gæla við þær undir rokktónlist. Hver einasta stelpa sleppir alveg framaf sér beislinu við rétt skilyrði.'"32 Hvernig líta rokk- spilararnir sjálfir á hlutverk sitt? Morrison: "Það má líta á okkur sem stjórnmálamenn á kynlífs- sviðinu."33 Marty Balin: "Við erum ekki að skemmta. Við erum að stunda ástalíf."3^ Clagger í Rolling Stones: "Maður finnur adrenalínið streyma um líkamann. Það er kynörvandi."35 Arthur Brown: "Öll soul-músik höfðar til kynhvatar- innar."3ð Zappa: "Að hafna rokki er að hafna kyn- lífi."37 "Tónlist Hendrix er mjög skemmtileg. Hljómurinn í músik hans er afar táknrænn; full- nægingarstunur, bældir skrækir, frygðarstunur. . . . Strákarnir fara með stelpurnar að tjaldabaki til að fá áritanir. Meðan Hendrix er að skrifa á pappírsmiða, herðablöð, veski og buxur er hann oft spurður: 'Hugsarðu um nokkra sérstaka stelpu þegar þú ert að spila, eða hugsarðu bara um athöfnina sjálfa?' . . . Strákarnir virðast kunna því vel að Hendrix æsi upp kynhvötina í dömum þeirra."38 Starf Bobs Larsens sem rokkleikara gaf honum óvenjulega milliliðalausa reynslu af athugun á áhrifum rokktónlistar. Reynsla hann vakti áhuga hans á rannsókn á hugsan- legum lífeðlisfræðilegum skýringum á hegðunar- munstri því sem hann sá hjá ungu fólki. í bók sinni, The Day Music Died, kemur Larsen fram með þá tilgátu að hin lága tíðni rafmagnsbassa og hinn þungi taktsláttur í tónlistinni hafi áhrif á heiladingulinn og heila- og mænuvökvann og valdi breytingum á hormóna- flæðinu, einkum frá kynkirtlunum. Þegar fólk finnur þesskonar örvun, segir Larsen, "er ekki erfitt að sjá hversvegna þeir (rokkdansarnir) hafa í för með sér svo miklar erótískar hreyfingar." Persónulegar athuganir hans ásamt læknisfræði- legum skýringum leiddu til þeirrar niðurstöðu hans að hin móðursjúka, ósiðlega hegðun sem sumar stúlkur hafa í frammi eigi rætur að rekja til þess að þær "fái kynferðislega útrás."3^ í ljósi þessa vitnis- burða ætti að vera óhugsandi að neita kynferðislegum áhrifum sumrar tónlistar. Margir sem hennar njóta virðast skilja þýðingu hennar; sýnilega verða þeir fyrir þeim áhrifum sem flytjend- urnir ætlast til. Sálfræð- ingar þekkja þær ekki síður en flestir plötu- snúðar. "Satan veit það."^ö Vitum við það? ★ "Stundum dansaði ég fyrir framan spegil og fann upp allskonar fettur og brettur. Mér fannst ég hverfa djúpt inní músikina." Innsýn l.tbl. 1987 11

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.