Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 15

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 15
til dýrðar og meðsystkinum okkar til upplyft- ingar."52 Þetta táknar ekki að tónlist sé því aðeins einhvers virði að hún sé torskilin. Tónlist getur verið einföld og aðgengi- leg hinum óþjálfaða hlustanda án þess að hún sé þar fyrir ófrumleg, ómerkileg eða æsandi, og jafnframt fallið að smekk hins þjálfaða tónlistar- manns. ) Lokaorð Þar sem tónlistin er ein af hinum undursamlegu gjöfum Guðs til mannanna verður hún aldrei skilin til fulls í þessu lífi. Engu að síður eigum við aðgang að vísindalegum skýringum, innblásinni ráðgjöf og lífsreynslu sem gefur okkur nægilegar leiðbeiningar til skiln- ings á grundvallareðli hennar og tilgangi. Fyrir sjöunda dags aðventista sem lesa og viðurkenna rit Ellenar G. White er tilgangur tónlistar augljós: að lofa Guð og gefa honum dýrðina og að göfga manninn. Hún er farvegur sem Guð getur notað til að hafa samband við mennina og opinbera þætti í guðlegu eðli sínu. Sem slíka má nota hana til að efla líkamlega, tilfinningalega og sálarlega heilbrigði hvers einstaklings. Með því að tónlist er skynjuð með heilanum (miðheilanum) og hennar notið án þess að mat sé lagt á siðrænt innihald hennar er auðvelt að skilja hvernig Satan getur smeygt sér inní hugina. Á þennan hátt getur hann slævt andlegan skilning og auk þess vakið eða ýtt undir ákveðnar geðshræringar. Tónlist hefur merkingu vegna áskapaðra eiginleika sinna og skírskotunar. Merking tónlistar nær yfir vítt svið, frá hinu háleita og óhlutkennda, sem gengur ekki auðveld- lega á milli menningar- strauma, að hinu starf- ræna, hrifnæma sem á gott með að ganga þvert á menningarstefnur. Þess vegna er tónlist algildur tjáningarmiðill þrátt fyrir menningarlegan og uppeldislegan mun. Frumþættir tónlistar -tónhæð, tónstyrkur, taktur, og í ríkum mæli laglínur og samhljómar-- verka á andlegar og líkamlegar hræringar allra þjóða á furðulega svipaðan hátt. Þar að auki verður niðurstaða samverkunar þessara þátta táknræn mynd af lífinu sjálfu. Tónlist er afsprengi menningar og hefur síðan aftur áhrif á menninguna sem skóp hana. Athuga ber að því óhlutkenndari sem tón- listin er, þeim mun meiri menntunar þarf við til að hún geti höfðað til ein- staklingsins. Til dæmis er hætt við að mikið af merkingunni í klassiskri tónlist (konsertum, sinfóníum o.s.frv.) fari fyrir ofan garð og neðan hjá hinum óþjálfaða hlustanda þangað til hann hefurkynnt sér grund- vallaratriðin í upp- byggingu þannig tónlistar. Hinsvegar er hægt að sýna fram á að kunnátta í tónfræðum er ekki skilyrði til þess að unnt sé að njóta tónlistar. Með endurtekinni hlustun getur hver maður, fullorðinn eða barn, þróað með sér án ótta eða fordóma djúpan og varanlegan unað af umfangsmiklum og fjöl- breyttum klassiskum tónverkum. Auðvitað eykur þekking alltaf á nautnina. En jafnvel þó að hin músíkalska merking verði ef til vill hinum óþjálf- aða hlustanda alltaf tor- skilin, þá hefur komið í ljós að hughrif in eru almenn. Eftir því sem tónlistin er starfrænni virðist hún njóta almennara fylgis og þeim mun fyrirsjáanlegri verða atferlisviðbrögðin. Þar eð líkaminn er taktbundinn að eðlisfari er hljóðfallið í tón- listinni það sem sterk- ustum viðbrögðum veldur (að því tilskildu að tónhæð og styrkur séu fyrir neðan sársaukamörk). Maðurinn, skapaður í mynd Guðs, hefur bæði hæfileika til og þörf fyrir að njóta fegurðar. Ásamt hæfileikanum til að elska og skapa fegurð hefur maðurinn einnig, vegna holdlegs eðlis síns, hæfileika og tilhneigingu til að láta hrífast af falsaðri fegurð. Samband 15 Innsýn l.tbl. 1987

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.