Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 7
ÁHRIF TÓNLISTAR Á MANNINN ALLAN TÓNLIST OG SIÐFRÆÐI H. LLOYD LENO ) Sú hugmynd að tónlist gegni siðferðislegu eða andlegu hlutverki er vissulega ekki upprunnin seint á nítjándu öld að frumkvæði róttækra vakningahreyfinga eða dultrúarmanna. Máttur tónlistar hefur verið áhugaefni og umhugsunar- efni margskonar fólks um aldaraðir. Fornir heim- spekingar og vísindamenn eins og Pýþagoras og Plató höfðu beyg af áhrifum hennar og tortryggðu hana. Sagt hefur verið: "Safnvel hljómlist getur verið áfeng. Áhrif sem virðast jafn lítilvæg urðu Grikklandi og Rómaveldi að falli og þau munu tortíma Englandi og Ameríku." Sjöunda dags aðventistar hafa ekki aðeins verið áhugasamir um mátt hljóm- listar og haft af honum áhyggjur, heldur hafa þeir mjög knýjandi ástæðu til að rannsaka áhrif tónlist- arinnar, sem hugsanlega varða eilífa velferð manna. í fyrsta hluta þessarar greinar var fjallað um nokkrar vísindalegar ábendingar um andleg og líkamleg áhrif tónlistar á einstaklinga; nú skulum við ræða siðfræðileg, siðferðisleg og andleg áhrif tónlistar með hliðsjón af þessum niðurstöðum. Annarskonar ábendingar eru líka til, sem að vísu hafa ekki verið rannsakaðar í vísindastofnunum, en hafa ótvírætt komið fram hjá sagnfræðingum, þjóð- félagsfræðingum, sál- fræðingum og tónlistar- mönnum og hafa verið staðfestar í rann- sóknarstofum lífsreynsl- unnar. Tónlist og siðferði Hefur tónlist, að texta hennar undanskildum, "boðskap" að flytja? Er þar eitthvað meira en samhengið við ósiðsemi sem áhrif hefur á afstöðu og hegðun þátttakendanna? Sumir hafa sniðgengið þessa spurningu, aðrir einfaldað hana, margir látið hana sem vind um eyrun þjóta, en þó eru þeir líka margir sem hafa tekið hana til alvarlegrar íhugunar. Það má heita almennt viðurkennt að í tónlist sé eitthvað táknrænt um Hefur tónlist, að texta hennar undanskildum, "boðskap" að flytja? Er þar eitthvað meira en samhengið við ósiðsemi sem áhrif hefur á afstöðu og hegðun þátttakendanna? Innsýn l.tbl. 1987 7

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.