Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 21

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 21
innan við klukkutíma. En er ég leit yfir staðinn þá sá ég að þetta ætlaði ekki að vera minn happa- dagur. Ég skipti svæðinu niður í meters ferninga, lagðist á hnén og byrjaði mjög kerfisbundna leit, sentimeter fyrir senti- meter í brunnum viðnum. Allt í einu fannst mér eins og kallt vatn rynni niður bakið á mér, og hárin á höndunum og öxlunum sendu neyðarhrað- skeyti: Einhver var að horfa á miq! Ég sleppti sköfunni og snéri mér hægt við. Þarna rétt hjá mér stóð maður í smekkbuxum með ólýsan- legan svartan hatt og hallaði sér að brettinu á bílnum mínum. Hann héít á miklum rifli með kíki í höndum sér, honum var miðað beint á brjóstkass- ann á mér! Langt strá hékk út úr öðru munnvikinu á stórbrotnu andlitinu og gekk hægt upp og niður er hann tuggði endann. Andlit hans var sviplaust, en ég fann enga hlýju í augunum. ERT ÞÚ LÖGIN ? Mér fannst ég vera nakinn og varnarlaus, eins og dýr í gildru, er ég stóð upp hægt. og horfði í augu hans. "Ég mun komast að því hvernig það ér' að vera skotinn" hugsaði ég ósjálfrátt. Það var ekki skemmtileg tilhugsun, og í huganum sparkaði ég í sjálfan mig fyrir að hafa ekki tekið 45 calibera skammbyssuna með. Hvers vegna hafði ég verið svo heimskur að hlusta á þessa hljóðu rödd? Ég neyddi fram veiklu- legt bros og kyngdi. "Sæll kunningi" skrækti ég. "Ég - heiti 3ohn Odom. Ég er að reyna að komast að því hvað olli brunanum". Ég gekk varléga í áttina til hans og hélt höndum frá síðu mér og hafði lófana opna svo að hann gæti séð að ég var ekki með nein vopn. Hann skirpti stráinu út úr sér og kinkaði kolli. En kuldinn í andliti hans breyttist ekkert, og riflinum var enn beint að mér. "Þetta er nógu nálægt" rödd hans var blæbrigða- laus. "Ert þú Lögin?" "Nei" svaraði ég og reyndi að vera rólegur. "Ég er bara efnafræðingur, ráðinn af tryggingarfyrirtækinu til þess að kanna orsakir brunans." Hann hugsaði um þetta nokkra stund en kinkaði síðan kolli aftur. "Þetta er heimili sonar míns sem þú ert að rannsaka, en halt þú bara áfram. Ég hefði áhuga á að vita niðurstöðu þína." Hann leit beint í augu mín og hélt riflinum í sömu stöðu. Hann brosti hvorki né bauðst til að taka í hendi mér. "Drottinn ég þarf á hjálp þinni að halda" bað ég. Hversvegna lætur þú mig koma hingað vopn- lausan?" Ekkert svar kom og ég hélt áfram mínu seinlega starfi að svifta til ösku, sentimeter fyrir sentimeter. Allan tímann var ég þess ákaflega meðvitandi að riflinum var beint að mér. Innsýn l.tbl. 1987 21

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.