Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 19

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 19
EG HEFÐI DREPIÐ ÞIG "Þú verður að fara mjög gætilega í rannsðknum þínum uppi í þessum fjöllum" hafði tryggingar- maðurinn aðvarað mig. "Þeir hneigjast að því að skjóta ókunnuga fyrst og spyrja síðan". Ég hugsaði um orð hans er ég lokaði Biblíunni og hallaði mér aftur í stólnum. Ég var með samviskubit yfir því að hugur minn skyldi reika þannig. Ritningartextinn í morgunvökubók minni þennan morgun var 4. versið í 23. Davíðsálmum. "öafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér". "Faðir þakka þér fyrir loforð þitt um vernd", bað ég. "Ég bið þig um vernd í dag yfir mér og fjölskyldu minni." Hótanir í minn garð og fjölskyldu minnar voru allt of algengar. Er efnahagurinn dróst saman 1982, voru margir, annað- hvort af græðgi eða örvæntingu, farnir að iðka íkveikju. Þeir kveiktu í heimilum sínum, fyrir- tækjum eða farartækjum, með það í huga að fá greitt út úr tryggingunum. Þegar þetta gerist er ég fenginn til að rannsaka málið. Ég er sérfræðingur í rannsókn á eldsupptökum og sprengingum. Lögreglurannsóknarmenn höfðu lítið að óttast slíka brennuvarga. Afleið- ingar þess að hóta eða ráðast á lögreglumann voru skjótar og afdrifaríkar! En einkarannsóknarmaður, eins og ég, nýtur ekki verndar lögreglumerkisins. Eftir eina slíka rann- sókn, sprakk rannsóknar- stofa mín í loft upp -örfáum mínútum eftir að ég hafði yfirgefið skrifstofu mína. Þegar ég síðan fékk nokkrar hótanir símleiðis, fékk ég mér leyfi til þess að bera 43 calibera skammbyssu. Ég fann til mikils öryggis eftir að ég festi þetta þunga vopn við beltið mitt. Ég var samt órólegur vegna viðvörunar trygging- armannsins, er ég hlóð fyrirtækisbílinn, gamlan útslitin Ford pallbíl, tækjum mínum við dag- renningu. Rétt þegar ég setti lykil í svissinn, heyrði ég hljóða rödd segja: "Oohn, ert þú kristinn?" "Auðvitað er ég það!" "Hvað ert þú þá að gera með þetta í beltinu þínu? Trúir þú ekki á að Guð muni vernda þig?" Ég hrökk við, og hikaði smástund. En gagntekinn þeirri sannfæringu að ég ætti að taka vopnið af mér og fara með það inn í hús, fór ég aftur inn og skyldi skammbyssuna þar eftir. Mér leið hálfkjánalega 45 mínútum síðar er ég keyrði norður hraðbrautina 1-75 frá Chattanooga, Tennesee í átt að fjöll- unum. Heyrði ég raunveru- lega einhverja rödd. "Ég er efnaverkfræðingur með háskólagráður bæði í eðlis og efnafræði," rökræddi ég hið innra með mér, "vísindamaður þjálfaður í því að staðsetja, greina og sannreyna upphaf eldsvoða." Að heyra ókunnar raddir var ekki hluti af mínu daglega starfi! Ég tók fótinn af bensíngjöfinni er af- leggjarinn til Cleveland var í sjónmáli. Var það ekki heimska að skilja skammbyssuna eftir heima, Innsýn l.tbl. 1987 19

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.