Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 12

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 12
-10- Efnisskipan i' skýrslunni er annars með þeim hætti, að i' 2. kafla er ráðstöfunaruppgjörinu lýst stuttlega og aðferðum við gerð þess. Si'ðar i' sama kafla er lýst ástæðum fyrir endurskoðun ráðstöfunaruppgjörsins nú og tilhögun þeirrar endurskoðunar. Að si'ðustu er svo i' 3. kafla lýst helstu breytingum sem verða á einstökum þáttum ráðstöfunaruppgjörsins, eins og einkaneyslu, samneyslu, f jármunamyndun o.fl. f lok kaflans er lýst niðurstöðum endurskoðunarinnar i' heild og samanburður gerður við fyrri niðurstöður. f töfluhluta skýrslunnar eru birtar 18 töflur. Töflur 1.1-1.8 eru yfirlitstöflur um landsframleiðslu og þjóðar- framleiðslu að lokinni endurskoðun. Að formi til er framsetningu taflnanna breytt nokkuð. Landsframleiðslan er sett i' öndvegi, en þáttatekjum frá útlöndum er nú bætt við landsframleiðsluna til þess að fá þjóðarframleiðslu. X eldra þjóðhagsreikningaefni hafa þáttatekjur frá útlöndum verið taldar með innflutningi eða útflutningi vöru og þjónustu, eftir þvi' sem við hefur átt. Aðrar töflur, sem birtar eru i' skýrslunni, sýna si'ðan frekari sundurliðun á einstökum liðum i' yfirlitstöflunum, eins og einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndun. Að si'ðustu eru svo þri'r viðaukar. Sá fyrsti sýnir skilgreiningar og skýringar á helstu hugtökum, sem fyrir koma i' þjóðhagsreikningunum. Annar viðaukinn hefur að geyma enska og danska þýðingu á helstu hugtökunum og i' þeim þriðja er skrá yfir helstu heimildir og hliðsjónarrit. 2. Ráðstöfunaruppgjör þjóðhagsreikninga 2.1 Almennt um ráðstöfunaruppgjörið. Þetta er ein hinna þriggja uppgjörsaðferða i' þjóðhagsreikningum, eins og áður hefur komið fram. Reyndar eru mörkin milli uppgjörsaðferðanna i' framkvæmd ekki eins afdráttariaus og ætla mætti, og iðulega er nánast um sömu

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.