Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 25

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 25
-23- ráða. Fjármunamyndunina á að verðleggja á markaðsverði (purchasers' value), en séu framkvæmdir á eigin vegum, á að leggja til grundvallar útlagðan kostnað að viðbættri reiknaðri eigin vinnu. Aðgreining viðhalds og f jármunamyndunar getur oft verið álitamál, en meginreglan er sú, að framkvæmdir, sem lengja æviskeið fjármunanna eða auka afköst þeirra verulega, teljast f jármunamyndun. Dæmi um þetta væru vélarskipti i' bát. Til þess að greiðsla fyrir hlut geti talist til fjármunamyndunar, þarf hann að endast meira en eitt ár. f töflum 4.1-4.4 er fjármunamynduninni skipt niður á þann hátt, sem um langt skeið hefur verið venja i' þjóðhags- reikningum. Þar er f jármunamynduninni skipt eftir atvinnuvegum, en einnig er þar að finna nokkra skiptingu eftir tegund fjármuna svo sem i' rafvirkjanir, hitaveitur og ilDÚðarhús. Hið nýja þjóðhagsreikningakerfi hefur eitt sér ekki i' för með sér stórvægilegar breytingar á skilgreiningu fjármunamyndunar. ' Sú breyting, sem skiptir mestu máli, tengist bústofni. Fram til þessa hafa allar bústofnsbreyt- ingar verið taldar til birgðabreytinga, en nú er gerður greinarmunur annars vegar á bústofni sem ætlaður er til undaneldis og mjólkur- eða ullarframleiðslu og hins vegar öðrum bústofni. Sá fyrrnefndi á að teljast til fjármuna- myndunar, en sá si'ðarnefndi til birgðabreytinga. Af þessari breytingu leiðir, að allar þær bústofnsbreytingar sem skýrslur liggja fyrir um hérlendis, eiga nú að flokkast með fjármunamyndun. Svo hefur og verið gert frá og með 1980. En það er önnur breyting, sem einnig hefur verið gerð á útreikningi fjármunamyndunar frá og með árinu 1980, þótt hún tengist raunar alls ekki hinu nýja þjóðhagsreikninga- kerfi. Hér er átt við endurskoðun á rúmmetraverði fbúðar- og atvinnuhúsnæðis og örli'tils hluta af byggingum hins opinbera. Tölur um fjármunamyndun i' húsnæði eru byggðar á byggingarskýrslum, sem Þjóðhagsstofnun safnar frá byggingarfulltrúum alls staðar á landinu, og hefur svo verið f|

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.