Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 33

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Side 33
-31- uppgjörinu. Hægt væri að sýna tvær hagvaxtarraðir á þessu ti'mabili með li1<um hætti og gert er hér að ofan. Framvegis verður sli1<t þó ekki gert, heldur verður niðurstöðum ráðstöfunaruppgjörsins fylgt á sama hátt og gert var þegar fjallað var um verga landsframleiðslu á verðlagi hvers árs fyrr i' þessari skýrslu. Hið nýja þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA), sem nú hefur verið tekið upp frá og með árinu 1980, hefur i' för með sér nokkra breytingu frá endurskoðuðu uppgjöri samkvæmt eldra kerfi. Hér er fyrst og fremst um að ræða breytingar á meðferð útgjalda hins opinbera til heilbrigðismála, en þessi útgjöld eru nú talin til samneyslu i' stað einkaneyslu áður. Jafnframt hafa verið gerðar ýmsar aðrar minni breytingar sem tengjast upptöku hins nýja kerfis, eins og nánar hefur verið lýst hér að framan. En einnig voru gerðar aðrar breytingar samhliða upptöku hins nýja kerfis og sem raunar tengdust þvi' ekki. Hér er átt við endurskoðun á rúmmetraverði bygginga i' vinnslu talna um fjármunamyndun. Nánar er fjallað um þetta atriði i' grein 3.4 hér að framan. Að teknu tilliti til allra þessara breytinga var niðurstaðan sú, að landsframleiðslan á árinu 1980 hækkar um rúm 2% frá endurskoðuðum tölum frá fyrra uppgjöri og enn meira, eða um 12%, frá fyrri áætlunum fyrir árið 1980. Jafnhliða þessari hækkun á heildarstærðum breytast innbyrðis hlutföll ráðstöfunaruppgjörsins á þann hátt sem lýst er i' eftirfarandi yfirliti:

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.