Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 57

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Page 57
55 VIÐAUKI 1 Skilgreiningar og skýringar á helstu hugtökum r þjóðhagsreikningum. Hér verða helstu hugtök þjóðhagsreikninga skýrð og skilgreind i' mjög stuttu máli, og er þá f y Igt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA). Heiti sumra þessara hugtaka hafa ekki unnið sér fastan sess á islensku, og er enskt heiti þessara hugtaka þvi' jafnframt gefið. Einnig má visa til viðauka 2, en þar er birt yfirlit yfir ensk, dönsk og i'slensk heiti þessara hugtaka. Hugtökunum er hér raðað i' stafrófsröð. 1) Aðföng (Intermediate consumption). Með aðföngum er átt við kaup fyrirtækja eða atvinnugreina á hverskonar hráefnum eða rekstrarvörum frá innlendum fyrirtækjum eða erlendis frá. Aðföngin eru verðlögð á markaðsverði (purchasers’ value). Sérstök athygli skal vakin á þvi', að aðstöðu- og iðnlánasjóðsgjöld og fasteignagjöld voru áður talin til aðfanga, en eru nú talin til óbeinna skatta. Aftur á móti er leiga nú talin til aðfanga, en var áður hluti af vinnsluvirði. Breytingar þessar, sem fyrst voru teknar upp i' þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 1 og sFðar i' atvinnuvegaskýrslum 1979, eru gerðar til samræmis við þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA). 2) Afskriftir (Consumption of fixed capital) er eðlileg úrelding og slit eignfærðra fjármuna vegna notkunar þeirra i' framleiðslustarfseminni. Ofyrirsjáanleg úrelding, t.d. vegna tækniframfara, telst ekki til afskrifta. 3) Birgðabreytingar (Increase in stocks). X þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna er til þess ætlast, að birgðabreytingar taki til allra breytinga á magni hráefna, hálfunninna og fullunninna vara i' eigu atvinnugreinanna. Eins og nú háttar til eru yfirleitt aðeins teknar með i' i'slensku þjóðhagsreikningunum breytingar útflutningsvörubirgða. 4) Einkaneysla (Private final consumption expenditure) er útgjöld heimilanna til kaupa á hvers konar neysluvöru, jafnt óvaranlegri sem varanlegri. Einu útgjöld heimilanna til kaupa á vöru og þjónustu, sem ekki teljast til einkaneyslu, eru útgjöld til smi'ði og kaupa

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.