Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Síða 58

Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Síða 58
56 á nýju íbúðarhúsnæði, en þessi útgjöld teljast til fjármunamyndunar. 5) Fjármunamyndun (Gross fixed capital formation) er eignfærð útgjöld fyrirtækja og opinberra aðila, svo og útgjöld við smi'ði itiúðarhúsnæðis. Fjármunamyndun er jafnan færð verg, eða brúttó, það er áður en dregin er frá áætluð fjárhæð afskrifta vegna slits og úreldingar. 6) Framleiðslustyrkir (Subsidies). Með framleiðslustyrkjum er átt við reglubundin framlög hins opinbera til einkafyrirtækja eða opinberra fyrirtækja, þegar tilgangur framlaganna er augljóslega sá að halda verði á viðkomandi vöru eða þjónustu undir sannvirði. Dæmi um framleiðslustyrki eru niðurgreiðslur búvöruverðs og framlög Reykjavil<urborgar til þess að jafna rekstrarhalla Strætisvagna Reykjavi"kur. 7) Framleiðsluvirði (Gross output). Hér er átt við verðmæti þeirrar vöru eða þjónustu, sem framleidd er á árinu. Verðlagningin miðast við verð frá framleiðanda (producers’ value), sjá skilgreiningu þess hugtaks si'ðar. Framleiðsluvirði verslunargreina er mismunur vörusölu og vörukaupa. Þessi mismunur er oft nefndur brúttóhagnaður. 8) Innflutningur (Imports of goods and services), sjá útflutningur, tölulið 15 hér á eftir. 9) Innlendar þáttatekjur (Domestic factor income) eru laun og tengd gjöld að viðbættum rekstrarafgangi af starfsemi innan lands. 10) Laun og launatengd gjöld (Compensation of employees). Hér er átt við greiðslur til launþega fyrir þátttöku þeirra i' atvinnustarfseminni, þar með taldar greiðsiur i' formi hlunninda, sem vinnuveitandi lætur launþega i' té, fri'tt eða með mikilli niðurgreiðslu og koma launþega ótvi'rætt til góða sem neytanda. Hér eru ennfremur meðtaldar greiðslur vinnuveitenda i' li'feyrissjóði launþega, slysa- og atvinnuleysistryggingagjöld, greiðslur i' styrktar- og sjúkrasjóði o.fl. Launaskattur telst þó ekki hér, heldur færist hann sem óbeinn skattur. 11) Obeinir skattar (Indirect taxes) eru skattar lagðir á atvinnustarfsemina vegna framleiðslu, sölu eða kaupa rekstrarnauðsynja. Gert er ráð fyrir þvi', að þessir skattar komi fram i' verði þeirrar vöru sem framleidd

x

Þjóðhagsreikningar 1973-1984

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhagsreikningar 1973-1984
https://timarit.is/publication/998

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.