Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 11

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 11
9 1. INNGANGUR Þessi sjötta skýrsla í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga fjallar um byggingu íbúðarhúsa, atvinnuhúsnæðis og annarra mannvirkja á tímabilinu 1945-1986. Skýrslan greinist I fjóra hluta auk inngangs og viðauka. í fyrsta hluta er fjallað um tilhögun skýrslugerðar um húsbyggingar hér á landi. í öðrum hluta er vikið að talnaefni skýrslunnar og í þeim þriðja er fjallað almennt um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Að lokum er að finna í fjórða hlutanum, sem er þungamiðja þessarar skýrslu, upplýsingar um bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem ná yfir síðustu fjóra áratugina. Tölur um íbúðarhúsnæði eru til muna ítarlegri og ná til lengri tíma en tölur um atvinnuhúsnæði. Þannig eru birtar tölur um fjölda íbúða og rúmmetrafjölda þeirra á tímabilinu 1954-1986 og tilraun gerð til þess að framlengja þessar raðir allt aftur til ársins 1945. Eins og sjá má í töfluhluta skýrslunnar er íbúðarhúsnæðið flokkað eftir framkvæmdaáföngum á eftirfarandi hátt: 1) húsnæði í smíðum í ársbyrjun 2) byrjanir á árinu 3) fullgert á árinu, (lúkningar) 4) framkvæmt á árinu Fyrir hvern lið eru tiltækar tölur um bæði fjölda íbúða og eins rúmmál þeirra. í síðasta liðnum, framkvæmt á árinu, er þó einungis reiknaður fjöldi rúmmetra. Tölur þessar eru til sundurliðaðar eftir sveitarfélögum allt aftur til ársins 1954. Þó var ákveðið að birta ekki ítarlegri skiptingu en eftir sýslum, kaupstöðum og stærstu kauptúnum. í þeirri sundurliðun eru aðeins birtar tölur um fjölda og rúmmál íbúða sem byrjað var á ár hvert, svo og fjölda íbúða sem fullgerðar voru á árinu. í grófari samdrætti þ.e. eftir kjördæmum, eru svo birtar tölur um rúmmetra fullgerðra íbúða og framkvæmdir á árinu umreiknaðar yfir í rúmmetra. Enn víðari samanburður er svo gerður milli höfuðborgarsvæðis annars vegar og landsbyggðar hins vegar og birtar sams konar tölur og eftir kjördæmum, en að auki koma þar fram tölur um fjölda íbúða í smíðum í ársbyrjun og rúmmetrafjölda þeirra íbúða. Efnið um atvinnuhúsnæðið er mun minna að umfangi. Aðeins eru birtar tölur um rúmmetra húsnæðis, enda segðu fjöldatölur lítið í þessu sambandi. Þá eru aðeins birtar tölur um fullgert atvinnuhúsnæði en ekki skipt eftir framkvæmdaáföngum nema árin 1985 og 1986 eins og fram kemur í töflum 6.1 og 6.2. Slíkar tölur eru þó til, þótt efnið hafi ekki verið unnið með þeim hætti. Með atvinnuhúsnæði er hér átt við hvers konar mannvirki, sem mæld verða í rúmmáli og notuð eru í atvinnustarfseminni. Sem dæmi má nefna verslunarhúsnæði, vörugeymslur og geyma, sundlaugar, skóla og kirkjur, raforkuver o.fl. Hefðbundin mæling húsa byggist á utanmáli veggja (grindarmáli timburhúsa). Rúmmál steinsteypunnar er því hluti af rúmmáli hússins. L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.