Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Qupperneq 19

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Qupperneq 19
17 komið til, meðal annars að ekki sé lagt eins mikið í þau hús, sem reist eru og vísitalan gerir ráð fyrir, með öðrum orðum að þau séu óvandaðri. Eins getur tilkostnaður verið mun meiri en gert er ráð fyrir í vísitöluhúsinu. Annað vandamál sem upp kemur varðandi notkun vístölunnar við verðlagningu húsnæðis er sú endurskoðun á grundvelli hennar sem farið hefur fram nokkrum sinnum á undanförnum áratugum og stundum hefur leitt til verulegra hækkana á rúmmetraverðinu. Síðast var grundvellinum breytt í júlí 1987, en sú breyting nær ekki til þess talnaefnis sem hér er sett fram. Þar áður var grundvellinum breytt með lögum nr. 18 frá 23. mars 1983. Þá var vísitalan sett sem 100.0 í janúar 1983, eftir verðlagi í fyrri hluta desember 1982. Þessi breyting á grundvellinum, bæði nú síðast og eins áður, hefur leitt til nokkurrar hækkunar á mati á byggingarkostnaði hvers rúmmetra. Þessi hækkun hefur ekki verið tekin inn í tölurnar jafnskjótt og grundvellinum hefur verið breytt. Ástæðan er sú að breytinguna má rekja bæði til breytinga á byggingarháttum og byggingarreglugerðum. Hér er því tæpast, nema þá að nokkru leyti, um að ræða verðbreytingu, heldur miklu fremur breytingu á gæðum, það er magni. Þessi gæðabreyting hefur hins vegar ekki orðið á því eina ári er hinn nýi grundvöllur var tekinn upp, heldur nær hún yfir lengra tímabil. Vandinn er því tvíþættur. Annars vegar sá, hve stóran hluta þessarar breytingar eigi að líta á sem magnbreytingu og hins vegar yfir hve langt árabil eigi að dreifa þessari magnbreytingu. Síðast þegar breyting á grundvelli vísitölunnar var tekin inn í útreikningana, en það var í tengslum við endurskoðun þjóðhagsreikninga sem fram fór á árinu 1985, var ákveðið að hinn breytti grundvöllur byggingarvísitölunnar kæmi inn frá og með árinu 1980 og að öll hækkun rúmmetraverðsins kæmi inn í fjárhæðum á því ári. Þetta leiddi til þess að brot kom í allar tímaraðir. Af þessu leiddi ennfremur, að þá var sleppt þeirri magnbreytingu, sem rekja mátti til breytinga á grundvellinum. Hinn möguleikinn var að dreifa magnbreytingunni yfir lengra tímabil. Á árinu 1986 var áfram unnið að endurskoðun á þjóðhagsreikningatölum og voru tölur áranna fyrir 1980 þá samræmdar hinu nýja þjóðhagsreikningakerfi. Þá var ákveðið að dreifa þeirri hækkun sem fram kom á rúmmetraverðinu á árinu 1980 yfir árin 1978-1980 í stað þess að láta hana koma alla fram á árinu 1980, eins og áður hafði verið gert. Rökin fyrir þessari breytingu eru þau, að hækkun rúmmetraverðsins megi rekja til gæðabreytinga sem eðlilegt sé að líta á sem magnbreytingu. Jafnframt er nú talið að þessi breyting hafi orðið á síðustu árum, eins og ráða má af því að við endurskoðun á vísitölugrunninum á árinu 1975 var ekki talin ástæða til þess að endurskoða grunnfjárhæðir. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.