Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 23

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 23
21 3. TALNAEFNI SKÝRSLUNNAR í þessum kafla verður annars vegar fjallað um skipulag talnaefnisins og hins vegar um það hvað talnaefnið segir. 3.1 Skipulag talnaefnisins. Eins og fram kemur í töfluhluta skýrslunnar skiptist talnaefnið í meginatriðum í tvennt, þ.e. í íbúðarhúsnæði annars vegar og atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar hins vegar. Tölur um íbúðarhúsnæði ná yfir tímabilið 1954-1986, en tölur um atvinnuhúsnæði ná yfir nokkru skemmra tímabil eða frá 1960. í grein 2.3 hér á undan er lýst tilraun til þess að raða saman eldra talnaefni um íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þannig að samfellt yfirlit fáist um báðar raðirnar allt aftur til ársins 1945. Flokkun efnisins eftir landshlutum er með þrennu móti. í fyrsta lagi eru yfirlitstöflur, sem sýna skiptingu milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar (töflur 1.1 til 1.7). Með höfuðborgarsvæðinu er átt við sveitarfélögin frá Hafnarfirði til og með Kjalarnesi og Kjós. í öðru lagi er birt kjördæmaskipting (töflur 2.1-2.13), og í þriðja lagi er skipting eftir sýslum, kaupstöðum og stærri kauptúnahreppum innan kjördæma (töflur 3.1-3.3). Sú flokkun sem hér hefur verið lýst og birt er í töflum 1.1 til 3.3 er byggð á skýrslusöfnun Þjóðhagsstofnunar, sem lýst var í grein 2.2. í framhaldi af þessu er svo í fjórða hluta talnaefnisins (töflur 4.1-4.3) birtar tölur sem Þjóðhagsstofnun hefur unnið upp úr gögnum Fasteignamats ríkisins, s.s. úr svonefndri Framlagningarskrá, eða Heildarskrá Fasteignamatsins. Sá meginmunur er á gögnum Fasteignamatsins og Þjóðhagsstofnunar, að tölur Þjóðhagsstofnunar sýna viðbótina eða framkvæmdina við byggingar og mannvirki á hverju ári, en tölur Fasteignamatsins sýna aftur á móti stöðutölur, þ.e. stærðir og matsverð eigna á skrá í lok hvers árs, eða raunar 1. desember hvert ár. Að því gefnu að matsverð eigna sé sambærilegt hjá báðum aðilum ætti mismunur tveggja samliggjandi árslokatalna Fasteignamatsins að vera jafn reiknaðri viðbót Þjóðhagsstofnunar. Að þessu sinni verður þó ekki lagt út í samanburð af þessu tagi. Tilgangurinn með úrvinnslu úr tölum Fasteignamatsins er hér tvíþættur. Annars vegar er ætlunin að fá yfirlit um matsverð og rúmmál fasteigna samkvæmt skýrslum Fasteignamatsins og hins vegar er ætlunin að flokka eignirnar á skrá Fasteignamatsins eftir atvinnugreinum og rekstrarformi fyrirtækja, þ.e.a.s. í einstaklingsfyrirtæki, hlutafélög, samvinnusamtök og svo framvegis. Öllum íbúðarhúsum er þó haldið utan við þessa flokkun og þau talin til flokksins "utan atvinnurekstrar". Hins vegar er útihúsum í sveitum sleppt í þessari vinnslu þar sem endurstofnverð þeirra kemur ekki fram.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.