Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 25
23
3.2 Hvað segja tölurnar?
Hér á landi hefur fjárfesting I fasteignum verið afar mikil og
hlutfallslega meiri en í mörgum nágrannalöndum okkar. Sem dæmi
má nefna að síðasta aldarfjórðung, 1960-1984, nam fjárfesting í
aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um 21%
að meðaltali af vergri landsframleiðslu þeirra 24 ríkja sem aðild eiga
að stofnuninni. Á sama tíma var fjárfestingin á íslandi, sem einnig
er aðili að þessari stofnun, rösk 27% af vergri landsframleiðlu eða
tæplega þriðjungi meiri en í öðrum aðildarríkjum OECD að
meðaltali. Sum árin fór fjárfestingarhlutfallið jafnvel yfir 30%,
einkum á árunum upp úr 1970. En hjá OECDríkjunum sem heild
hefur hlutfallið verið mjög stöðugt eða rétt um og yfir 20% af vergri
landsframleiðslu. Þetta háa hlutfall hér á landi á sér að mörgu leyti
eðlilegar skýringar. Meðal annars má rekja þær til þeirra sérstöku
aðstæðna, sem eru stærð landsins, lega og strjálbýli, svo og til þeirrar
staðreyndar að fram á þessa öld var fátt um varanlegar byggingar og
mannvirki í landinu. Eftir að hagvöxtur tók við sér í upphafi
þessarar aldar, hafa umsvif í þjóðarbúinu og virkjun orkulinda haft í
för með sér mikla og almenna fjárfestingarþörf.
Einn hluti fjárfestingarinnar eru íbúðarhúsabyggingar, sem er
raunar meginefni þessarar skýrslu. Ef litið er á íbúðarhúsabyggingar
sem hlutfall af fjárfestingunni í heild hér á landi undanfarinn
aldarfjórðung, kemur í ljós að yfirleitt hafa íbúðarhúsin verið á
bilinu 20 til 25% af heildinni. Hæst komst þetta hlutfall á árunum
1978-84, þegar lægð varð í orkuframkvæmdum hins opinbera. í
samanburði við önnur lönd er fjárfesting í íbúðarhúsnæði hér á
landi, líkt og heildarfjárfestingin, mun hærra hlutfall af vergri
landsframleiðslu en í OECDríkjunum. Nefna má sem dæmi að í
OECDríkjunum var hlutfall íbúðabygginga rösk 5% af
landsframleiðslu á árunum 1960-84, þegar sambærilegt hlutfall fyrir
ísland var um 7%.
Þörfin fyrir byggingu nýrra íbúðarhúsa ræðst af ýmsu. í því
sambandi má nefna hluti eins og fólksfjölgun, búsetubreytingar,
eðlilega endurnýjunarþörf íbúðarhúsnæðis, sérstaka endurnýjunarþörf
vegna óvandaðra húsa og að síðustu það hvernig til hefur tekist að
fullnægja þessum þörfum á undangengnum árum.
íslendingum fjölgaði lengst af ört framan af þessari öld, og
búsetubreytingar voru miklar. Hvort tveggja stuðlaði að vaxandi
eftirspurn eftir íbúðum. Þá má að nokkru marka þörfina á
endurnýjun eldra húsnæðis af eftirfarandi töflum, sem teknar eru úr
Húsnæðisskýrslum Hagstofunnar 1960: