Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Side 27
25
í töflum 1.1 til 1.4 í töfluhluta skýrslunnar eru birtar tölur um
fjölda og rúmmál íbúðarhúsa sem byrjað var á, lokið var við og voru
í smíðum ár hvert á tímabilinu 1954-1986. Eins og vænta mátti eru
sveiflurnar mestar í fjölda þeirra íbúða sem byrjað er á hverju sinni.
Á þessu rúmlega þrjátíu ára tímabili er að jafnaði byrjað á um 1750
íbúðum. Greinileg uppsveifla er árin 1955, 1965 og 1967, en þessi ár
er byrjað á yfir 2000 íbúðum. Á árunum 1968-1970 varð mikil lægð
í framkvæmdum, en þær jukust síðan mjög upp úr því. Árið 1973
voru miklar framkvæmdir vegna eldgossins í Vestmannaeyjum, og á
árunum þar á eftir voru áfram miklar framkvæmdir. Flest árin fram
til 1979 er byrjað á 2000 íbúðum eða ríflega það. Eftir það dregur
nokkuð úr framkvæmdum, og á árunum 1980-1984 er byrjað á 1700
til 1800 íbúðum, sem lætur nærri að vera meðaltal síðustu þrjátíu ára
eins og áður segir. Á árinu 1985 drógust byrjanir verulega saman, og
aftur árið 1986. Fór þetta niður í rúmlega 1300 íbúðir fyrra árið og
tæplega 1200 íbúðir seinna árið. Þarf að fara aftur til áranna
1968-1969 til að sjá sambærilegar tölur.
í töflu 1.2 eru birtar tölur um íbúðir I smíðum. Þar kemur fram
að undanfarinn áratug hafa að jafnaði verið í smíðum um 4500 til
5000 íbúðir á hverju ári. Það er nokkru meira en næstu tvo áratugi
þar á undan.
Ef litið er á skiptingu íbúðarhúsabygginga milli
höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar,
þá kemur margt athyglisvert í ljós. Þannig sést að framangreindir
toppar í nýbyggingum á árunum 1955, 1965 og 1967 skýrast að
mestu af auknum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar litið
er yfir allt tímabilið sést að af fjölda íbúða eru um 40% reist á
landsbyggðinni. Þetta hlutfall hefur hins vegar verið nokkuð
breytilegt á einstökum tímabilum, og má nefna sem dæmi að á
árabilinu 1975-1981 jók landsbyggðin verulega hlut sinn. Lætur
nærri að um helmingur þeirra íbúða sem byrjað var á á þessum árum
hafi verið á landsbyggðinni. Síðustu árin hefur þetta breyst aftur, og
árin 1982-1984 var um þriðjungur íbúðanna á landsbyggðinni og á
árunum 1985-1986 nálægt fjórðungur. Þegar litið er á íbúafjöldann
til samanburðar sést að á árinu 1960 bjuggu um 56% þjóðarinna á
höfuðborgarsvæðinu, 1970 var hlutfallið komið í 59% og i lok
tímabilsins þ.e. 1985 bjuggu um 63% þjóðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar Viðauka 2. í öðrum og þriðja hluta
töflusafnsins er nánar lýst framkvæmdum við íbúðarhúsnæði í
einstökum landshlutum (töflur 2.1-2.5) og innan hvers landshluta
(töflur 3.1-3.3). Hér verður ekki farið út í það að lýsa nánar því sem
tölurnar segja um einstaka landshluta eða landsvæði. Þess í stað er
rétt að fara nokkrum orðum um framkvæmdir við atvinnuhúsnæði.
Eins og sjá má í töfluhluta skýrslunnar er framkvæmdum við
atvinnuhúsnæði skipt í nokkra flokka (töflur 1.5-1.7 og 2.8.1-2.8.8).
í grein 3.1 hér að framan var þessum flokkum lýst nokkuð. Eini
mælikvarðinn sem hér er notaður á framkvæmdir við atvinnuhúsnæði
er fjöldi rúmmetra. Tilkostnaður við hvern rúmmetra er aftur á móti