Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 30

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Síða 30
28 (a) Núverandi og vænt verð á íbúðarhúsnæði. Líklegt er að einstaklingar skoði verð á verðmætum og þjónustu í samhengi hvert við annað, eða hafi m.ö.o. einhverja hugmynd um ríkjandi verðhlutföll (pl,p2,p3,...,pN). Sömuleiðis er líklegt að þeir hafi einhverjar væntingar um hvernig slík verðhlutföll breytast í tíma. Það má því búast við tvenns konar áhrifum af hugmyndum einstaklinga um verðlag á eftirspurn þeirra eftir íbúðarhúsnæði. í fyrsta lagi má búast við að hlutfallslega hátt (eða lágt) verð á íbúðarhúsnæði eða sérstakri tegund þess dragi úr (eða auki) eftirspurn eftir því. í öðru lagi er líklegt að væntingar í þá veru að íbúðarhúsnæði lækki (eða hækki) í verði í náinni framtíð dragi úr (eða auki) eftirspurn eftir því. Hafa skal í huga að markaðsverð íbúðarhúsnæðis ræðst af samspili framboðs og eftirspurnar, og verður vikið að því í þriðja hluta þessa kafla. (b) Núverandi og væntar ráðstöfunartekjur einstaklinga. Líklegt er að ráðstöfunartekjur einstaklinga og sömuleiðis væntingar þeirra um ráðstöfunartekjur í framtíðinni setji eftirspurn þeirra eftir íbúðarhúsnæði mörk. Einfaldast er að hugsa sér að einstaklingar hafi í huga einhverja forgangsröðun (preferensa) á því íbúðarhúsnæði sem þeir vildu eignast. Og síðan velji þeir úr þeirri röð m.a. með tilliti til væntra tekna sinna, og þá þannig að við lægri (eða hærri) tekjur velst íbúðarhúsnæði með minni (meiri) forgang. í vissum tilfellum geta tekjurnar verið það lágar, að "tekjuskilyrðið" lendir fyrir neðan forgangsröðunina, sem þýðir að engin eftirspurn á sér stað. í hluta 1.3 hér á eftir verður vikið að aukningu tekna almennt í samfélaginu eða kaupmætti þeirra. (c) Greiðslutilhögun við kaup á íbúðarhúsnæði. Greiðslutilhögun getur verið með margvíslegum hætti, eða allt frá staðgreiðslu til afborgunarkaupa með greiðslufresti allt að 40-50 árum. Líkur eru þó á að á húsnæðismarkaðnum þróist einhver ákveðin greiðslutilhögun í skjóli ríkjandi efnahagsskilyrða, sem oft er erfitt að breyta. Þannig hefur það verið hér landi. Algeng greiðslutilhögun hefur verið sú að um tveir þriðju hlutar kaupverðs greiðast út á einu ári án vaxta og eftirstöðvarnar á þremur til fjórum árum eftir það með ákveðnum vöxtum (ef ekki eru yfirtekin áhvílandi lán). Þetta háa útborgunarhlutfall er fyrst og fremst afleiðing mikillar verðbólgu undanfarna áratugi, þar sem verðbréfaeign hefur orðið að engu á verðbólgubálinu. Því hefur greiðslutilhögun þróast í þá átt að seljendur reyna að fá sem mest af kaupverðinu á sem skemmstum tíma. Nú hins vegar, þegar verðbólgan hefur hjaðnað, tekur langan tíma að breyta ríkjandi tilhögun. Ástæðan er fyrst og fremst sú keðjuverkun sem felst í því að söluverð íbúðarhúsnæðis er í flestum tilfellum notuð til kaupa á öðru íbúðarhúsnæði. Þessu fylgir það að greiðslutilhögun við kaup og sölu verður að standast á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986
https://timarit.is/publication/1000

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.