Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986 - 01.04.1988, Page 32
30
Við sérstakar aðstæður, eins og þegar peningalegar eignir rýrna
að verðgildi miðað við efnislegar eignir, skerðast mjög möguleikar
sparenda til að varðveita og ávaxta verðmæti (sparnað) sín. Sú
staðreynd eykur mjög á eftirspurn þeirra eftir fastafé í
sparnaðarskyni, þótt það sé langt frá því að vera eins handbært og
peningalegar eignir. Það má þvi fullyrða að færri og verri
möguleikar á öðrum sparnaðarformum auki eftirspurn eftir
íbúðarhúsnæði í sparnaðarskyni. Þá má nefna að skattaívilnanir geta
tengst kaupum eða byggingu íbúðarhúsa, svo sem verið hefur um
vaxtagreiðslur vegna kaupa á íbúðarhúsnæði, en slíkt hefur ekki
tengst öðrum sparnaðarformum. Þetta getur haft veruleg áhrif á val
sparnaðarforms.
Hér að ofan hafa verið dregnar fram þær hagstærðir sem taldar
eru hafa hvað mest áhrif á það hvernig einstaklingar fullnægja
neyslu- og sparnaðarhvöt sinni með kaupum á íbúðarhúsnæði. Þessar
hagstærðir hafa að sjálfsögðu mjög mismikil áhrif á hegðun
einstaklinganna. Þetta getur verið mjög einstaklingsbundið og
sömuleiðis mjög mismunandi eftir tíma, s.s. vegna breyttra
efnahagsskilyrða. Hér verður ekki farið út í neinar vangaveltur um
vægi slíkra áhrifa, en vikið er að slíku í 1.3 hér á eftir og sömuleiðis
í 3. hluta síðar.
Hugsanlega má sýna eftirspurn einstaklinga eftir íbúðarhúsnæði
með eftirfarandi falli, þar sem (+) merki sýnir að viðkomandi stærð
hefur jákvæð áhrif á eftirspurnina, en aftur (-) merki að hún hafi
neikvæð áhrif á hana:
Ehí = fi(Ph/P’ Phe/pC’ y>ye’ St’ lm’ r’ asi NÞ’ SÞ)
+ ++S+ + -+ ??
P = (pl,p2,...,pN)
Þá má sýna eftirspurn samfélagsins með því að leggja saman
eftirspurnarföll einstaklinganna, þ.e.
Eh = SumEHi = gH(ph/P, Phe/pe’ y. ye> gt, lm, r, as; NÞ, SÞ)
+ + +S+ + -- ??
4.1.3 Hagstærðir og eftirspurn samfélagsins.
Hér að ofan var fjallað um þær hagstærðir sem ráða mestu um
eftirspurn einstaklinga eftir íbúðarhúsnæði. í þessum hluta verður
hins vegar varpað ljósi á þær hagstærðir sem taldar eru hafa hvað
mest áhrif á þróun heildareftirspurnar samfélagsins eftir
íbúðarhúsnæði, en þær eru:
(a) Fólksfjölgun (demografiskir þættir)
(b) Þjóðartekjur
(c) Lánamöguleikar