Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Qupperneq 20
byrjun þess var söluskatturinn um helmingur vöru- og þjónustuskatta en afitur árið
1988 tveir þriðju hlutar þeirra skatta. Með upptöku virðisaukaskattsins hefur hlutfallið
lækkað nokkuð. Innflutnings- og vörugjöld hafa minnkað verulega, en hlutfall þeirra
var 211 /2% af heildarsköttum í byrjun níunda áratugarins en aðeins um 10'/2% á árinu
1991. Bifreiðaskattar hafa rúmlega tvöfaldast á þessu tímabili og aðstöðugjöld hafa
aukist verulega eða úr því að vera 2,4% af heildarsköttum árið 1980 í það að vera
3,6% árið 1991. Þau falla síðan niður árið 1993.
5. Útgjöld hins opinbera.
Útgjöld hins opinbera má flokka eftir tegund í sex meginflokka með tilliti til eðlis
þeirra, þ.e. í samneyslu, vaxtagjöld, framleiðslustyrki, tekjutilfærslur, fjámunamyndun
og Qármagnstilfærslur. Einnig má flokka útgjöld hins opinbera eftir málaflokkum,
þ.e.a.s. í fræðslumál, heilbrigðismál, félagsmál, atvinnumál o.s.frv. Hér verður gefíð
stutt yfirlit yfir útgjöld hins opinbera eftir tegund og málaflokkum.
% 40 Mynd 5.1 Útgjöld hins opinbera 1980-1992, sem hlutfall af landsframleiðslu % 40
Heildarútgjöld —
30 - - — ' ' * " 30
Samneysla og fjárfesting
20 Tekju- ogjjármagnstilfœrslur 20 10
Vaxtagjöld
0 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 0
Hlutfall heildarútgjalda af vergri landsframleiðslu hefur verið tiltölulega stöðugt
fyrstu átta ár níunda áratugarins eða um 33% að meðaltali, er þá yfirtaka ríkissjóðs á
skuldum orkuveitna á árunum 1983 og 1986 undanskilin. Á árinu 1988 urðu hins
vegar verulegar breytingar á útgjöldum hins opinbera sem höfðu í för með sér að
hlutfall þeirra hækkaði í tæplega 37% af vergri landsframleiðslu á því ári og afitur
hækkaði það í tæplega 38% á árinu 1989, og er þá yfirtaka orkuskulda á því ári ekki
reiknuð með. Breytingamar 1988 fólust einkum í auknum niðurgreiðslum á land-
búnaðarafurðum í kjölfar breikkunar á söluskattsstofni. Á kosningarárinu 1991
hækkuðu útgjöldin enn og mældust rúmlega 38V2% af landsframleiðslu. Það hlutfall
hélst nánast óbreytt árið 1992, en landsframleiðslan dróst hins vegar saman um nálægt
4% milli áranna, þannig að raunútgjöld hafa lækkað.
Samneyslan er langveigamesti útgjaldaliður hins opinbera, eða rúmlega helmingur
útgjaldanna. En samneyslan er kaup á vöru og þjónustu til samtímanota. Tekju- og
rekstrartilfærslur til heimila og atvinnuvega taka til sín ríflega einn fímmta hluta
opinberra útgjalda og fjárfestingarútgjöldin rúmlega sjötta hluta. Afgangurinn fer til
18
j