Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 5
Það þurfti engan mannþekkjara til þess að álykta að hái granni maðurinn
var sjóliðsforingi. Veðurbarið andlitið, bleikt veðrað hárið í vöngunum
og vaggandi göngulagið gáfu það greinilega til kynna. Á göngulagi
hans hefði manni getað virzt, að hann væri á göngu sinni um hverfult
skipsþilfarið úti í rúmsjó, en ekki á harðri og illa gerðri götu miðsvæðis
í borginni Adalko í Bandaríkjunum.
Hann virtist ekki hafa hraðann á. Hér og þar nam hann staðar og
lrorfði á hús eða leit í kringum sig á götuhorni, og hristi þá ef til vill
höfuðið lítið eitt, og brá fyrir veiku brosi á þunnum vörum hans.
Hvað langt var síðan hann hafði séð þetta sofandi hreiður, þar sem
liann var fæddur? Tuttugu ár. Þarna hafði hann enn einu sinni dæmið
um það, hve tíminn þaut frá manni, hve maður varð sjálfur skyndi-
lega gamall. Tuttugu ár, og á meðan hafði heimssagan haldið áfram,
stríð höfðu geist yfir jörðina og gerðar höfðu verið stórkostlegar upp-
götvanir á öllum sviðunr. Aðeins hér í Adalkov virtist klukkan hafa
staðið kyrr. Allt var hér enn eins og, þá, og Frank Kelloki hafði vakandi
og dreymandi borið þessa mynd fæðingarbæjar síns í hugskoti sínu þessi
tuttugu ár. Hér stóð enn ráðhúsið gamla, eins og það hafði líklega verið
byggt stuttu eftir landnám hins þáverandi „vilta vesturs“. í tréturninum
hékk ennþá gamla bjallan, tilbúin að tilkynna íbúunum, ekki aðeins
miðdagstímann, heldur einnig að gera aðvart um slysatilfllei. Kannske
voru burnavagnarnir, sem geymdir voru þarna í tréskúr svolítið nýstár-
legri en fyrir tuttugu árum?
Barnaskrækir og hlátur rifu sjómanninn út úr minningardraumunr
sínum. Gamli skólinn, þar sem hann gekk einu sinni daglega með skóla-
töskuna sína, hafði sannarlegae ekki breytt um svip. Krakkarnir, sem
hrópandi og glaðir nutu fimmtán mínútna hlésins, voru að vísu öðruvísi
klædd en á þeim tíma, en þeir léku sér á sama hátt og hann og félagar
hans á sínum tíma. Enginn eftirlitsmaður gat ráðið við þennan barna-
hóp, sem kom út úr skólanum.
Ókunni maðurinn brosti til leikandi barnanna, ef til vill var hann
örlítið afbrýðissamur.
En einmitt á sama augnabliki skeði það, að maður kom fyrir götu-
hornið mjög boginn í baki og þjáður á svip. Hann gekk við staf og
honum var sýnilega erfitt um að færa hvorn fótinn fram fyrir annan,
og hann var reikull í spori. Frank Kelloki hafði komið auga á hann, og
Nýtt S O S
5