Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 9

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 9
Þegar Kelloki gekk inn voru margir, sem þekktu liann aftur, og hjartað fór að slá örar í brjóstum sumra. Þeir hnipptu í nágranna sína og sögðu: „Heyrðu, það er náunginn, sem var hér í gær. . . “ Ætlaði hann nú kannske að fara að halda refsiræðu yfir þeim? ]á, þetta var Frank Kelloki, þó að hann liti í dag eitthvað öðruvísi út en daginn áður. Blái einkennisbúningurinn féll þétt að líkamanum, og nokkrar raðir af orðuböndum skreyttu brjóstið. Búningurinn var nýr. Hann náði strax hjörtum drengjanna á vald sitt, þegar hann sagði: „Sem sagt, kennslustund ætlum við ekki að hafa í dag. Þið vitið, að þegar einn talar og liinir sofa, kallar nraður það kennslustund!" Fyrir flestum nemendunum var þessi skrítla ekki ný, en ef maður bíð- ur eftir ávítum, var hægt að hlæja að gamalli skrítlu. Strax frá byrjun gat Kelloki látið þessa litlu áheyrendur sína standa mitt í viðburðum þeim, sem hann sagði þeim frá. „Það eru til dagar,“ byrjaði Kelloki, „sem hafa það skráð í ásjónu sína, að þeir muni bera í skauti sína óvænta atburði. Síðan í fyrndinni hafa menn þótzt greina hluti, sem eigi að tilkynna mönnum fyrirfram ó- komna atburði: Svarta köttinn, sótarann, líkvagninn og sitt hvað fleira. Margir fylgjast líka nákvæmlega með, hvaða fót þeir setja fyrst fram úr rúminu á morgnana. Þeir menn setja alltaf hægri fótinn fyrst, af því að þeir fylgjast svo vel með því, hvor fóturinn fari á undan. Þó eru til dagar, sem kunngera atburðina, án þess að fara þurfi eftir nokkrum hjátrúarmerkjum. Hinn 16. desember 1944 hjó ameríski risaflotinn gegnum Pliilipinska sundið. Það var liðskostur, sem ekki sást á hverjum degi, jafnvel ekki á æstustum stríðstíma. Þar voru að minnsta kosti saman komin 40 herskip, að frátöldum birgðaskipaflotanum. Athugið vel mánaðardaginn: 16 des. 1944. Ef þið hafið tekið vel eftir í sögukennslustundunum, vitið þið, að á þessum tíma hafði stríðið stöðugt færst nær japönsku eyjunum. Nú var ekki lengur um það að tala, að Japanir gætu ráðið því, hvar barizt yrði. Nú skipuðum við fyrir og byrjuðum að sópa hreint Kyrrahafið, sem Japanirnir höfðu áður flætt yfir í stórhópum. Bardagaáætlun þessa ameríska risaflota var skýr, að minnsta kosti fyrstu dagana. Ef við hugsuðum okkur einhvern daginn að hernema Japan sjálft, þurftum við fyrst að hafa Filippseyjar örugglega í höndum. En einmitt þar, á Luzon, höfðu Japanir eitt sitt sterkasta vígi. Það vissu Nýtt S O S 9

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.