Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Síða 13

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Síða 13
Það var klukkan 23,05, sem varðbergsmaður á brúarrárenda hrópaði: „Tundurskeytisbraut á stjórnborða!" Nóttin var björt og hann sá greinilega brautina. Samstundis snérist 60 cm spegilljóskastari í fremra turni og lýsti vel upp tundurskeytisbraut óvinarins. Tundurskeytið virtist liggja hátt í sjónum. Vonandi var það ekki eitt af þessum kvikindum, sem Japanir voru farnir að senda frá sér í seinni tíð, sem fóru hringbrautir og allskonar króka og leituðu sjálfstætt uppi bráðjSÍna. Annar vaktarstýrimaðurinn hafði borið sjónaukann fyrir augun og gaf þegar í stað skip- un sína: „Stýrið hart í stjórn- borð!“ , „Stýrið hart í stjórnborð,“ endurtók hásetinn við stýrið og hjólið snérist. Japanska tundurskeytið þaut framhjá bak við afturlyftingu tundurspillisins, án þess að gera nokkum skaða. En kapteinn Willbrook, skipherra á Monaghan, hafði til þessa ekki látið til sín heyra, þó að hann stæði í brúnni. Athygii hans hafði beinzt að öðrum viðburði. Þegar hrópið: tundurskeytisbraut, ómaði, beindi hann stóru brúar fjarsjánni í hina gefnu stefnu. Japanskir kafbátaforingjar voru vanir að vera forvitnir um braut tundurskeyta sinna og afdrif skeytanna. Skipherrann hafði ályktað rétt. Augnablik glampaði á sjónpípu óvina- kafbátsins í flöktandi ljóskeilu kastarans, en þessi eini glampi dugði. Nýtt S O S 13

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.