Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Side 15
verið sjáífur með? Sennilega. Fyrir eitthvað hafði hann fengið öll þessi
heiðursmerki.
Kelloki ætlaði nú að halda frásögninni áfram. En hið litla hlé, sem
hann hafði gert, til að nota einu sinni vasaklútinn sinn, hafði nægt
litlu áheyrendunum hans til að lyfta fingrununr á loft, sem merkti, að
þeir höfðu spurningu fram að bera.
„Og skemmdi áreksturinn ekki Monaghan sjálfan?“ vildi einn fá að vita.
„Ekki mikð,“ var svarið. „Sjáið þið til, svona beitisnekkjur eru mjög
sterklega byggðar.“
„Og áhöfnin?" vildi annar snáði fá að vita. „Voru ekki margir særðir
meðan áhafnarinnar?“
„Nú, ja. Margur hefur upplifað högg,“ játaði Kelloki, „en flestir þeirra
sluppu nú nokkurn veginn sæmilega. En því ætlaði ég nú að halda á-
fram að segja frá.
Það hafði að minnsta kosti ekki farið vel fyrir einum þeirra. Það var
fyrsti stýrimaður á Monaghan. Hann hafði komið undir þilfar fyrir hálfri
klukkustund og ætlaði að fá sér tesopa, þegar bjöllurnar allt í einu gullu.
Hann reyndi eins og aðrir að komast svo fljótt sem auðið var upp á
þilfar, og hann kornst líka alla leið að brúaruppgöngunni. Og einmitt
þegar liann var að klifra upp síðustu þrepin kom höggið. Hann reyndi
að halda sér fast, en af einhverjum orsökum tókst honum það ekki,
svo hann féll og kom niður á brynplötur efra þilfarsins. En þar var stór
járnkrókur, sem notaður var til að festa skotfæravinduna fyrir bógfall-
byssurnar. Þessi krókur varð orsök allrar óhamingjunnar. Fyrsti stýri-
maður féll niður á krókinn, höggið var þungt og við það marðist lifrin
illa svo hann lá þarna nreðvitundarlaus.
Auðvitað var þessu strax veitt athygli. Menn lyftu slasaða nranninum
varlega upp og báru hann undir þilfar til káetu. En ástandið var alvar-
legt. Monhagan var ekki svo stórt skip, að það gæti veitt sér þann munað
að hafa um borð eigin lækni. Vissulega voru nógu margir læknar í
flotanum, og þar voru mörg nýmóðins sjúkraskip, með svo vönduðum
skuðstofum, að vandað sjúkrahús í landi gat ekki betra haft. En nú
var flotinn í orrustu, og það var ekki hugsanlegt að takast mætti að ná
strax til læknis af einhverju stærra skipi, eða flytja slasaða manninn yfir
í annað skip.
Nokkrir hjúkrunarmenn fóru að stumra yfir fyrsta stýrimanni. En þar
Nýtt S O S