Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Síða 17

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Síða 17
Hefði japanska tundurskeytið hitt áðan, hefði öll uppbygging Monag- han verið tætt í sundur af óvinunum. Menn höfðu varla fundið skýrar grimmd stríðsins en á þessu augnabliki, þar sem fyrsti stýrimaður lá hjálparlaus eins og sært dýr í koju sinni, og enginn sá neina möguleika til að hjálpa honum. Með skímu næsta morguns gat Monaghan kallað á flotalækni í tal- stöð. En nú hafði veður versnað að mun, svo ekki þótti fært að flytja lækni milli á bát, en í staðinn var tekið það ráð að nota hið velreynda og oft notaða buxnadufl. L'æknirinn varð efinn á svipinn: „Það gagnar ekkert!“ sagði hann í viðræðum við skipherrann. „Eg verð fyrst um sinn að vera hér kyrr. Við verðum að koma fyrsta stýrimanni yðar sem allra fyrst í sjúkraskip. F.f til vill verður hann meira að segja að komast strax undir hnífinn. En í þeim sjógangi, sem nú er, er útilokað að hugsa um flutning!" „Hverjum segið þér það?“ spurði Willbrook skipherra á móti. „Ef ég hefði mátt ráða,,hefðum við fyrir löngu hætt við tiltækið. Eg hafði grun um það strax í gær, að við sigldum beint í eiturketil fjandans!“ „Lítið þér þetta nú ekki aðeins of svörtum augum, skipherra?“ sagði læknirinn. „Samþykkur, svæðið hér er illræmt. En hvirfilvindar tilkynna nú ekki venjulega komu sína fjörutíu og átta klukkustundum áður en þeir byrja!“ „Þeir eru vanir því læknir, trúið mér. Þeir tilkynna bara ekki, hvar þeir ætla að ráðast á. Munið þér.eftir sólinni í gær? — Nú, sem sagt!“ Lækninum virtist hyggilegra að slíta samræðunum. Hann hafði á þessu augnabliki áhyggjur af öðru meir, ,en veðrinu og hvernig flotanum væri stjórnað. Síðasta nótt hafði gefið honum fullt tilefni til þess. Auðvitað liöfðu Japanir varið sig, og særðir menn voru á öllum koppunum. Og í því sambandi var tilfelli fyrsta stýrimanns á Monaghan tiltölulega saklaust. En sem betur fór, var hann ekki einn lækna á þessum flota. Um hádegi hinn 17. desember 1944 ákvað aðmíráll Halsey að hætta við orrustuna. Það mundi hvort sem er líða enn langur tími, þangað til flug- vélarnar væru allar komnar aftur um borð. Lendingin yrði ekki svo ein- föld í svo miklum sjógangi. Svo tók það alllangan tíma að leita uppi birgða- skipin, sem urðu að halda sig úr skotfærývið óvinina, og fylla skotfæra- og eldsneytisgeymslur herskipanna. Svo voru líkur fyrir, að þá yrði skollið á óveðrið, sem einhversstaðar var hér í aðsigi. 17 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.