Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 18
Fyrsti stýrimaðurinn á Monaghan hafði ekki hugmynd um þær ákvarð-
anir, sem teknar voru á stjórnpalli flaggskipsins, og stjórnpalli hans eigin
skips. Hann hafði fyrir löngu verið bundinn niður í rúmið, svo að ,hann
félli ekki fram á gólfið. Morfínsprauturnar verkuðu alltaf styttri og styttri
txma, og þegar kvalirnar byrjuðu aftur, óskaði sjúklingurinn ekki annars
en að mega fá að deyja. Skipið valt æ meir og meir, og sjúklingnum fannst
logandi innyfli sín ætla að þeytast út úr holinu.
Þau augnablikin, þegar hann var með sjálfum sér, heyrði hann þungt
þramm margra sjóstígvéla á þilfarinu fyrir ofan sig, og stuttu síðar heyrði
hann eins og eitthvað bunaði niður í skipið. Rétt. Nú höfðu þeir senni-
lega getað tengt sambandið við birgðaskipin. Það hlaut að vera dálag-
legur leikur í þessum sjógangi.
Fyrsti stýiámaður reyndi að lyfta sér upp, en þá fékk hann svo miklar
kvalii', að hann rak upp vein og hneig niður aftur. Svo fann hann hönd
læknisins á enninu og strax á eftir fann hann til örlítils sársauka í hand-
leggnum og vissi að það mundi vera eftir sprautu. Honum fannst köld,
livít þoka dansa fyrir augum sér. Var það himininn? Þá þurfti hann
fyrst að komast upp á þilfar. Það voru jú sjólög, að fyrsti stýrimaður
væri í brúnni á meðan birgðir voru teknar.
En þó fyrsti stýrimaður hefði verið kominn upp til hjálpar skip-
herranum, hafði hann varla megnað að stöðva þá ringulreið, er þar ríkti.
Slöngusambandið á milli skipanna slitnaði stöðugt, því skipin gátu ekki
verið nógu kyiT í slíkum sjógangi, sem nú var. Ekki máttu skipiir heldur
koma of næri'i hvert öðru, þá lá hættan í því, að þau köstuðust hvort
á annað.
Á öllum skipunum hafði nú hljómað skipunin: „Allir á þilfar!“ Þreytu-
legir og kinnfiskasognir, klæddir olíufötum, gerðu mennirnir skyldu sína.
Öllum var ljóst, hvað í húfi var, ef ekki var hægt að taka birgðir. En það
hefði verið dásamlegt, að mega bara einu sinni enn fá að sofa út.
„Læknir, ef við getum ekki nú flutt yður og sjúklinginn, höfum við
sennilega engin tækifæri til þess í náinni framtíðl“
„Það er gjörsamlega útilokað að koma honum í bát núna,“ fullyrti
læknirinn. „Það myndi þýða dauða hans. Þá getum við alveg eins látið
hann deyja í koj,unni sirmil"
„Farið nú ekki með neitt þvaður, læknir,“ hreitti Willbrook skipherra
út úr sér. „Þér hafið ekki hugmynd um, hvað er í vændum. Flutningur
18
Nýtt S O S