Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 21

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 21
sjói, sem nú dembdu sér yfir minni skipin. Þegar þessi ægilegur vatnsvegg- ur lagðist yfir skipin,, liöfðu menn litla von um, að þeim myndi aftur auðnast að hverfa úr djúpinu til yfirborðsins. Hvað eftir annað stakkst stafn Monaghan inn i brotsjóana allt aftur að fallbyssuturni, og reis svo hægt og hægt upp aftur, aðeins til þess að þola enn harðari högg sjóanna. Stynjandi klifraði þá skipið sennilega 20 m upp, bara til þess að þjóta niður aftur eins og á skíðaflugbraut og stingast í næsta sjó. Á þesum augna- blikum var eins og skrúfur skipsins berðu sjóinn í trylltu æði. Hve lengi enn? Var yfirleitt skip til, sem gat staðizt slík áföll lengi? Brynplötur kringum turn og stjórnpall bognuðu eins væru þær úr þunnu blikki; siglutrén lágu fyrir borð, og engin rúða var eftir á stjórnpalli. Alltaf virtist mönnum lengri og lengri tími löða, þar til skipið hófst úr djúpinu eftir áföllin. Það var vonlaust að geta haldið skipinu í nokkurri stefnu í þessu víti. Hvað höfðu hin mög þúsund vélahestöfl að gera á móti þessu ógnaræði hafsins; hvað hafði stýri að segja í slíku foraði. Ef það virkilega heppn- aðist einu sinni að halda skipinu beint í fjallháa holskeflu, þá heppnað- ist líka að láta það ríða á fjallatoppunum. En vei, ef nú skipið snéri til og varð að fá næstu holskeflu á sig þvert. Þá hallaðist það ægilega, svo ægilega, að enginn mannanna í brúnni hafði lengur fótfestu. Þeir gripu þá í hvað sem fyrir var og héldu sér í örvilnan, í innri bæn um, að skipið gæti líka nú rétt sig við aftur. Það var sem Monaghan væri lifandi vera, sem vissi, að allt ylti á henni. Þungt og hægt, eins og kraftar hennar minnkuðu smátt og smátt, rétti hún sig þó alltaf stynjandi upp aftur. En öllum um borð var ljóst: Að næsta skipti gat verið það síðasta! Það var varla hugsanlegt, að skip af þessari stærð gæti þolað að velta svona á hliðina hvað eftir annað, svo að það endaði ekki með því að hvolfa. Næsti brotsjór þurti ekki annað en að slá frá sér örlítið of snemma. Ef hann bryti á siglutrjám og yfirbyggingu, áður en skipið hefði rétt sig við, — og allt var á enda. Það var eins og lítið væri unnið við það, ef skipið lá eins og skipa- smiðirnir höfðu ætlazt til. Nýr brotsjór hellti sér yfir grannan skips- skrokkinn, eyðileggjandi allt, sem fyrirfannst, væri það ekki úr stáli. Willbrook skipherra vonaði að enginn sjóanna hefði hrifið menn fyrir borð. Hann vissi, að enginn hafði það afl í handleggjunum, að hann Nýtt S O S 81

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.