Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 28

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 28
að gera við stýrisskemmclina, en enn var það útilokað vegna sjógangsins. Willbrook skipherra heyrði neyðarkall systurskipsins, en hvorki hann né stjórnendur „Spence“ höfðu grun um, hve hættulega .nærri hvort öðru skipin voru. Þeir vissu heldur ekki enn, að þriðja systurskipið „Hull“, hafði þegar orðið hafinu að bráð. „Getum við ekki komið þessum bölvuðum radar bráðum í lag?“ spurði Willbrook skipherra. „í þessu myrkri sjáum við ekki næsta kopp fyrr en við sitjum ofan á honum!“ „Við gerum það sem við getum, Sir“, svaraði vélfræðingurinn svolítið gramur. Skipherrann ætti að skilja það, að við svona margbrotinn hlut, eins og radartækið var, þurfti rneira að gera, en að rétta nokkrar beygl- aðar leiðslur, til þess að koma öllu aftur í samt lag. Þegar búið var að gera við það nauðsynlegasta var varðbergsstaðan aft- ur tekin upp á brúarrárenda. Áður hafði dvölin þar verið óbærileg. Skyndilega gall hróp við að ofan: „Skip þvert á stjórnborða!“ Þar sást lítið meira en stór skuggi. Hefði ekki mótað fyrir útlínum yfirbyggingarinnar, hefði mátt ætla, að þetta væri draugasýn. Willbrook skipherra grunaði mikið frekar en hann vissi, að þarna væri hinn ósjófæri og stjórnlausi „Spence“ á ferð! Slík stefna hefði ekki verið skiljanleg af öðru skipi. Ógnandi óx skugginn og virtist, þegar hann lyftist upp á öldukamb, syífa eins og örlagaþrungin viðvörún yfir Monaghan. „Stýri hart í stjórnborð!“ hrópaði skipherrann æstur og beið alls ekki eftir staðfestingunni. Hann vissi að mjögleikar hans og skips hans voru mjög litlir; ef til vill hepnnaðst að koma skipunum svo hlið við hlið, að hættan yrði ekki önnur en síðurnar rispuðust saman. „Vélarnar fulla ferð afturábak!“ glumdi vélaritsíminn niður, og hljóm- urinn var slíkur, að jafnvel dautt efnið virtist skynja um hvað var að ræða. Átti nú að henda slys, þegar stormurinn lá að baki? Hryllilegar kvíðandi sekúndur liðu, og mennimir á báðum stjórn- pöllum héldu niðri í sér andanum, þegar skipin til skiptis lyptust hátt á öldukömbunum. En þessi örvilnunarákvörðun Willbrooks skipherra heppnaðist ekki, og kl. 19,10 heyrðust ægilegir brestir og brak, þegar hárbeitt stefni „Spence“ boraðist inn í hlið Monaghan. Þúsundir tonna af stáli þrýstust saman. 28 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.