Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Blaðsíða 32
unin að koma — um hánótt — nótt sem þessa? Löngu áður en ljóskastari óskemmds skips gæti leitað á ólgandi hafinu, hefðu freyðandi öldurnar gleypt alla eftirlifandi af áltöfninni. Ef til vill átti maður bara að öf- unda þá, sem reyndu árangurslaust að komast úr úr upprifnum skips- skrokknum. Andlátsstund þeirra yrði styttri. Enginn vissi síðar nákvæmlega, hve lengi skipin voru að sökkva. .Sumir sögðu tíu mínútur, aðrir hálftíma. Aðeins örfáir komust út úr vélarúminu á Monagha og upp á þilfarið. Einn þeirra fáu var katlavörðurinn, er sendur hafði verið af fyrsta vél- stjóra í eftirlitsferð til aftara skrúfugangs, áður en áreksturinn skeði. Það var að vísu ekki í hans starfi sem katlavarðar að fara þangað í eftirlits ferð, en þessi dagur hafði í einu og öllu snúið hlutunum við. Maðurinn var fast við uppgönguna til afturlyftingar, þegar tundur- spillarnir skullu saman. Hann hafði aldrei fyrr upplifað slíkt, en vissi þó á samri stundu, hvað skeð hafði. Eins og allir aðrir á skipinu tókst hann á loft og lenti á röng á veggnum á móti. Þegar hann reyndi að rétta úr ,sér, hélt hann að ekki væri lengur heilt bein í líkama sínum. Eitthvað hafði líka brotnað. Bak hans virtist vera eitt opið sár. Og maður- inn gat ekki haldið niður kvalastununum. Svartamyrkur var í kringum hnn, og vasaljósið, sem hann hafði verið með í hendinni þegar hann fékk byltuna, hafði hrokkið eitthvað út í loftið. Hann hefði gjarnan viljað beygja sig til að leita að því, en nístings kvölin í bakinu fékk hann fljótt til að hætta við það. Hann fálmaði leitandi í kringum sig, því hér niðri hafði hann aldrei áður verið, og var því algerlega ókunnugur staðháttunr. Hendur hans námu staðar við þverrimlaða járngrind, stigann, sem lá upp í aftulyftinguna. Maðurinn ætlaði strax að leggja af stað upp til hlerans, en þá datt honum allt í einu í hug, að hann þyrfti eiginlega að fara til baka til vélarúmsins. Hamingjan mátti vita, hvað þar hafði skeð? En fyrst þurfti að koma ljós. Katlavörðurinn hafði það á tilfinningunni, að þessi járnstigi lægi alls ekki upp. Honum fannst eins og hann lægi nær láréttu. Drottinn minn, var kominn svona mikill hliðarhalli á skipið? Þá var á tæpasta vaði að hann hefði tíma til að komast upp hleranujn nógu snemma. Bara að hann hefði hugmynd um, hvað hafði skeð með bak hans. Hann verkjaði 1 það, eins og hundrað glóandi tengur væru að^krafsa í það. Og hann gat varla andað fyrir kvölum. 32 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.