Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Side 33

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Side 33
Á meðan maðurinn handfangaði sig þrep frá þrepi, skeði eitthvað ein- kennilegt, sem hann veitti ekki athygli fyrr en löngu síðar. Hendur hans og handleggir virtust missa sitt venjulega afl, og hann hafði svipaða til- finningu í þeim eins og þegar maður segir að einhver útlimur manns sé dofinn. Fyrst var það eins og væri hann stunginn fínum nálaroddum, sem smájókst, þar til ekkert var eftir nema tilfinningarleysið. En maðurinn hafði engan tíma til að brjóta heilann um slík torskilin fyrirbæri. Allt var það líklega vegna bakbyltunnar áðan, það mundi batna aftur, ef — ja, ef rnaður drukknaði ekki með kassanum. Katlavörðurinn rak upp sársaukavein, þegar hann reyndi að beita lík- amanum til að opna hlerann, sem lokaði leiðinni út fyrir honum. Var skrokkurinn þá alveg orðinn ónýtur? Það voru ekki tindrandi stjörnur á heiðbláum himni sem tóku á móti manninum, þegar hann þó hafði það loks að mjaka hleranum upp, heldur daufur glampi frá bláum neyðarljósunum, sem kviknar af sjálfu sér um allt skipið, þegar rafmagnið hefur bilað. Nú var ekki lengur neinn vafi á, hve vonlaus staða skipsins var. Það þurfti ekki sjómann til þess að finna það, að skipið hafði enga ferð lengur. Skipsskrokknum var kastað upp og niður á öldunum eins og væri hann í rólu. Langi gangurinn lá nú svo skáhallt, að maðurinn, sem leitaði að leið upp á þilfarið, varð að styðja sig með höndunum við hvert fót- mál. Tilfinningaleysið í handleggjunum gerði hann smátt og smátt ó- rólegan. Hafði hann orðið fyrir alvarlegum meiðslum? í huga sér fór hann í flýti yfir allt það, sem hann vissi um þennan hluta skipsins. Svo stór var svona tundurspillir ekki, að maður gæti villzt í honum eins og í sölum og göngum stóru farþegaskipanna. Þetta hafði maður bara af því, að láta sér sama standa um það, sem ekki kom manni við. Leiðina frá káetu sinni niður til olíukynntu katlanna hefði maður- inn getað farið sofandi, en þegar hann var kominn hingað, fannst hon- um sem væri hann í skipi, sem hann hefði aldrei komið um borð í. Það var nú sama. Hjá afturlyftingunni var hægt að komast upp. Ein- hversstaðar úr þessum gangi hlaut leiðin upp á þilfarið að liggja, og hana varð hann að finna áður en koppurinn færi í djúpið. Hræðilega var allt hljótt hér! Var þá engin mannleg sála á kænunni, nema hann? Hvemig væri það, ef allir hinir væru nú komnir í gúmmíbátana og á flekana? Þvaður! Það var ekki svo langt síðan áreksturinn varð, ef það hafði Nýtt S O S 33

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.