Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 34

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Qupperneq 34
þá verið árekstur, að menn gætu verið komnir í bátana. Einhversstaðar heyrði maðurinn hátt hvæs. Hann þekkti þetta hljóð. Þar streymdi út háþrýstigufa. En svo tók hann líka eftir öðrum hávaða, sem hann ekki kannaðist við. Það var líkast skrjáfi eða skvampi. Var þetta sjór að fossa inri í skipið? Maðurinn reyndi eins og hann gat að flýta sér eftir ganginum. En hvað eftir annað neyddi stingandi kvölin hann til að nema staðar og ná andanum. Þar að auki hafði hann á tilfinningunni, að gólfið undir fótum hans rynni enn meira frá honum, —skipið hallaðist sífellt meira. Han varð samt að komast áfram, áfram áfram, svo fljótt sem hann gat- Hann gaf ekki gaum að því, fann það ef til vill ekki, að hann hafði í æsingu bitið varirnar til blóðs. Bara áfram! Þilfarsuppganginn varð hann að finna, upp skyldi hann, áður en hafði æti koppinn með öllu saman. Allt í einu mundi katlavörðurinn eftir því, að hann hafði ekki einu sinni sundbelti. Drottinn minn, ef allir væru nú farnir áður en hann kæmist upp? Þá væri betra, að gefa sársaukanum eftir og þreytunni, og láta sig detta hérna á gólfið, og bíða rólegur eftir því óumflýjanlega, endalokunum. Ekkert stærra og ekkert stórkostlegra er til í heminum er lífsviljinn. Skref eftir skref ýtir maðurinn sér áfram. Stundum öskraði hann af kvölum eins og dýr. Honum var alveg sama. Hér heyrði hvort sem er enginn til hans, og ef svo var, því betra. Ef til vill gat það orðið til þess, að einhver drægi hann út úr þessari járnlíkkistu, áður en hann drapst hér. Sjá þessar aumu vesældartýrur, sem varla lýstu manni tíu skref áfram. Maðurinn deildi nú allt í einu á allt. Hann deildi á sjálfan sig, á skip- stjórnina, sem ekkert gerði til þess að bjarga mönnunum innan úr þessum kassa, og loks á guð, sem hann hafði þó alltaf beðið til, og sem nú horfði miskunnarlaust á, hvernig eitt barna hans fórst. Katlavörðurinn beygði loks fyrir horn. Fjandinn sjálfur! Einhvers staðar hlaut þó að vera hér járnstigi, sem lægi upp. Alls staðar höfðu hér verið íbúðarklefar. Ekki voru mennirnir þó vanir að klifra beint út um skipsljórana, þegar skipunin kallaði þá til orrustu. Það gat ekki verið mikið öðruvísi hér en í framskipinu, þar sem hann þekkti betur til hlutanna. Maðurinn hafði sennilega ekki alltaf litið nógu vel eftir, vegna þraut- 34 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.