Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 37

Nýtt S.O.S. - 01.01.1960, Page 37
Hér sannaðist ágæti útbúnaðar ameríska sjóhersins, sem mörgum hafði orðið til björgunar. Yfir,öllum göngum og káetum var staflað sund- beltum. Ekki þurfti annað en þrífa í mjóa snúru og þá voru þau laus, og menn gátu náð(sér í belti. Katlavörðurinn þreif tvö belti til sín, dró annað yfir sjálfan sig og hnýtti hitt um efri líkama fyrsta. stýrimanns. Þegar hann stakk liöfðinu út í nóttina, heyrði hann undrunaróp: „Þarna er einn enn úr vélarúminu! Félagi, hvernig heftir jiú komizt út?“ En nú var enginn,tími til langra skýringa. „Eg kom alls ekki beint úr vélarúminu," savraði katlavörðurinn. „Eg var hjá afturlyftingunni, þegar áreksturinn varð. Gjörið svo vel að hjálpa mér að draga fyrsta stýri- mann upp.“ En þá sá kyndarinn þegar hann leit út á hafið, sem enn var mjög úfið og mikið öldurót, höfuð og handleggi margra manna, .sem flutu í sund- beltum sínum og reyndu að ná til gúmmíbáta, sem voru á floti. Hliðar- hallinn hafði þegar orðið mörgum að fjörtjóni. Og hver einasti maður um borð vissi, að eftir hvirfilvindinn voru engr ýjjörgunarbátar sjófærir. Margraddað skelfingaróp hljómaði. Monaghan hafði lagzt svo á bliðina, að skipinu hlaut á næstu augnablikum að hvolfa. Nú var enginn tími til umhugsunar lengur, það var um að ræða brot úr sekúndu. Katlavörðurinn tók eins föstu taki á meðvitundarlausum stýrimanninum, kom fótunum vel fyrir á þilfarslúku og opnaði svo þrýstiloftsflöskurnar við sundbeltin. Þegar hann gaf aftur eftir með fót- unum reyndi hann árangurslaust að fá aftur fótfestu. Enn kastaði liafið honum á bakið á stálborðstokkinn, áður en það greip að því er virtist hina öruggu bráð.“ Hinir litlu áheyrendur Franks Kelloki höfðu fram á síðasta orð frá- sagnar hans starað á liann glampandi augum og teygað livert orð af vörum hans. Þegar hann nú hætti snögglega að tala, heyrðist samtímis frá mörgum litlum vörum spurningin: „Og varð fyrsta stýrimanni og björgunarmanni hans bjargað?“ Kelloki strauk hendinni yfir ennið, eins þar væri eitthvað, sem hann þyrfti að þurrka burtu; sennilega höfðu myndast þar örsmáir svitadropar. „Já,“ sagði hann svo eftir stutta þögn. „í sjónum gat katlavörðurinn að vísu ekki haldið stýrimanninum með höndunum. Eins og síðar kom Nytt S O S 37

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.