Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 6
Mannfjöldinn komst á ið, þrammaði til vöruskemmanna, eins og fjár hjörð, sem dreifir sér um haga. Upp úr þökum vöruskemmanna kom reykur. Mannfjöldinn stappaði í götuna, færði sig saman í þéttan hnapp. „Við viljum fá brauð! Gefið okkur brauð!" Vindurnar á Morro Castle hófu. aftur suð sitt. Enginn um borð hafði lengur áhuga fyrir því, sem gerðist við vöruskemmurnar. WILMOTT SKIPSTJÓRI HRÆÐIST ENGAR VÍTISVÉLAR. Wilmott skipstjóri sat við stóra skrifborðið sitt í einkaherbergi sínu á A-þilfari, fyrirferðarmikill og kófsveittur. Fyrir framan hann suðaði loftræsirinn. Molluheitt loftið gekk í hægum bylgjum. Andlit skipstjór- ans var barkað af sól og lofti og oft erfiðum árum á hafinu, hvítu hárin stungu einkennilega í stúf við rauðbrúna húðina. Hann leit út fyrir að vera um sextugt, en gæti verið yngri. Augun voru góðmannleg. „Eg Veit, að þér hafið ekki mikið álit á Alagna, öðrum loftskeytamanni okkar,“ sagði skipstjórinn. „Sáuð þér svo öruggt sé, að þetta væri brenni- steinssýra?" Abott, yfirvélstjóri á Morro Castle, æðstráðandi yfir öllum hinum margbrotnu nýtízku vélum skipsins, var lágur vexti, lipur í hreyfingum og dálítið ísmeygilegur á svip. „Eg hef séð flöskumar í klefanum hans. í dag hefur Alagna keypt tvær flöskur af brennisteinssýru í Havanna. Þær eru geymdar undir kojunni hans.'* „Alagna er ofsafenginn í skapi og erfiður í umgengni,“ sagði Wil- mott. „Hann gerir mér Iífið leitt með sífelldri heimtúfrekju. Hann er alltaf að nauða á því, að áhöfnin fái ekki nógu gott fæði. Þér vitið það, Abott, að við höfum okkar fyrirmæli um þetta. Brytinn fer sínu fram í þessu efni. Hvað hef ég um þetta að segja? Ekkert! Mitt hlutverk er að koma dallinum frá einni höfn til annarrar ásamt bílunum, kampa- vínskössunum og milljónamæringunum. Það er allt og sumt.“ „Eg hef bara gefið yður ráð, skipstjóri. Mér líst ekki á Alagna. Hann æsir mannskapinn upp gegn Ward-línunni.“ „Eg mundi kannski gera það sama, ef ég væri ungur maður eins og Alagna,“ sagði Wilmott og andvarpaði. 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.