Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 13
„Skál, Mr. Blacks!“ „Skál Morro Castle!'* „Skál barstjórans!" Hádegissólin brann á þilfari Morro Castle. Hringinn í kring um sundlaugina sátu menn eða lágu og nutu lífsins í ríkum mæli. Kvenfólkið var klætt sundbolum einum, hvítklæddir þjónar gengu urn með silfurbikara eða með kampavínsflöskur og aðrar víntegundir í ís- kældum ílátum. Jazz-hljómsveit lét bak við sundlaugina í einskonar lauf- skála. Nokkur pör voru á dansgólfi og þegar skipið hallaðist lítilsháttar, þá hrópuðu þau upp yfir sig. Ungar stúlkur létu dátt að dansherrum sínúm og dansað var frá einni lilið þilfarsins til annarrar. „Tvær tylftir af kampavínsflöskum fyrir hópinn!" kallaði Langridge, stóriðjuhöldur frá Boston til barþjónsins. Hann þreif hálffulla flösku og hellti innihaldi hennar yfir unga stúlku, sem var að synda í lauginni. Skríkti hún mjög, er hann skvetti víninu yfir hana. Skál fyrir Mr. Langridge!" var hrópað úr öllum hornum. Á auga- bragði hafði allstór hópur umkringt manninn. „For he is a very good fellow! Hann er góður drengur!“ var sungið hárri röddu og hann var hafinn upp á gullstóli, sem honum kom mjög á óvart. Saxofónleikari hljómsveitarinnar var nú kominn og dansaði kringum syngjandi mannfjöldann með hljóðfærið í munninum. Dansandi fólkið var nú komið að barmi sundlaugarinnar. „F.inn, tveir, þrír —!“ Vatnið skvettist upp á bakkana. Mr. Langridge kastaði sér ofan í laugina í veizlufötunum og kom niður í þvögu syngjandi fólksins í lauginni. Eftir stundarkorn var Mr. Langridge dreginn upp úr lauginni, móður og másandi. Nú hafði fyrsta stýrimann á Morro Castle, William Warms, borið þarna að. Horfði hann á aðfarirnar og virtist skemmta sér vel. „Halló!“ kallaði maður nokkur til hans. „ViLjið þér fá yður einn lít- inn?" Warms kinkaði vingjarnlega kolli. Þetta átti við hann. I>að var gott, ef farþegarnir voru í léttu skapi. Því meira, sem drukkið var, því betra. Nvtf S O S 13

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.