Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 14
Fínt skip, mundi það þá hugsa. Og því minna mundu þá farþegarnir skipta sér af því, sem þeim kom ekki við. En Warms þáði þó aldrei staup sjálfur. Hann neytti aldrei áfengis á leið milli hafna. Skipsbiallan hringdi þrisvar. Flautið var stutt og snöggt. Ránfiskar lágu í leyni hreyfingarlausir, voru á kafi undir öldunum. Þegar skipið fór yfir þá þutu þeir af stað og mátti sjá lýsandi rák eftir sporða þeirra. Og skipið 'hélt áfram för sinni og silfurglitrandi kjölrákin hvarf langt að baki. LOFTS K EYTAMAÐU RINN ALAG N A. Það var heitt í stóru matsölunum. Þjónarnir höfðu látið smáborð, prýdd blómum, út á skemmtigönguþilfarið. Hringinn í kring um sund- laugina var raðað körfustólum og rauðum sólhlífum, sem voru líka opn- ar núna þótt nótt væri. Þilförin voru prýdd fánum og rauðum laufbog- um. Þúsundir marglitra rafljósa lýstu upp umhverfið. Og hafið sjálft hlaut sinn skerf af allri dýrðinni, því sjórinn umhverf- is skipið glitraði í margskonar litbrigðum. í dag var hljómsveitin klædd í gerfi hins kúbanska gauchos. Þjónarn- ir reiddu fram kampavínið án afláts. Glaumurinn stóð sem hæst, þegar Wilmott skipstjóri fór niður bratt- ann stigann, sent lá niður í vélasalinn, ásamt Abott yfirvélstjóra. Að baki þeirra fór Chepstew, fjórði vélstjóri, í hæfilegri fjarlægð. Hálfnaktir menn voru niðri í ketilrúminu að vinna við einn ketilinn, en leiðslur frá honum liöfðu bilað og láku. „Mennirnir hafa vakað samfleytt tvær vaktir!“ hrópaði Abott í eyru skipstjórans. Maður að nafni Buija, sem var þarna að störfum, kom nú til yfir- mannanna og bar með sér færiljós. „Einn kyndaranna hefur hrapað niður af gangsvölunum." „Er hann látinn?" spurði Wilmott. „Hálsbrotinn. Hann var vinur Alagna loftskeytamanns." „Hvar létuð þið hann?" „Hann var borinn niður í kælirúmið." Skipstjórinn fór þangað ásamt yfirvélstjóra. Pokadrusla hafði verið sett undir höfuð hins látna. Þegar Wilmott bar að, reis annar loftskeyta- maður upp, en hann hafði verið eitthvað að bogra þarna. 14 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.