Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 24
„Það held ég, að ekki komi til mála. Það lítur ekki út fyrir, að mað- urinn hafi dáið eðlilegum dauða.“ Warms færði sig nær lækninum. Orðin komu á slitringi: „Þér haldið þá, að Wilmott skipstjóri hafi verið myrtur? Eitur? En hver hefur byrlað honum það? í guðanna bænum, hver hefur myri Wilmott skipstjóra?“ Læknirinn þefaði af vínglasinu. Beisk möndlulykt streymdi upp úr glasinu, sem var næstum tómt. „Eg ætla að rannsaka það, sem eftir er af víninu. Eg get ekkert sagt á þessu stigi málsins." Hann tók nokkur skjöl, sem lágu á borði skip- stjórans. Nokkrum mínútum seinna fór Warms upp í brú og bað stýrimenn- ina báða að tala við sig inni í kortahúsinu. „Wilmott skipstjóri er látinn, sennilega af hjartaslagi." Stýrimönnunum brá svo illa, að þeir máttu ekki mæla úm stund, en Warms hélt áfram: „Héðan í frá siglir Morro Castle undir minni stjórn. Látið viðkomandi aðila á skipinu vita það!“ Svo gekk hann niður stigann á bátaþilfarið. Meðan þetta gerðist, hafði glaumur farþeganna náð hámaTki. Menn vöfðu um sig pappírsræmum og pappírssneplum var fleygt fyrir stúlk- urnar. Morro Castle hreyfðist nú meira en áður. Það kom nú fyrir, að dans- andi pör rákust óvægilega á í veltingnum. Af þessu var bara aukin kát- ína, hláturinn glumdi. Nokkrir hinna eldri manna voru setztir að kampavínsdrykkju. ■Warms bættist nú í hópinn. Þegar hann gerði sig líklegan til að tala, yfirgnæfði flaut og háværir tónar hljómsveitarinnar. Næstum allir far- þegarnir báru nú afkáralegar pappírshúftir. Einhver kallaði: Skál fyrsta stýrimanns! Frú ein, nokkuð við aldur, og allmjög máluð, reyndi að faðma og kyssa Warms. Það var með naumindum, að hann fékk var- izt ásókn frúarinnar. Hljómsveitin hóf að leika nýtt danslag. „Hættið!“ hrópaði fyrsti stýrimaður, og gaf hljómsveitarstjóranum merki. Hljómsveitin hætti samstundis að leika. „Öllum gleðskap er lokið! Skipstjórinn á Morro Castle er látinn!" Allt í einu tók skipið mikla hliðarveltu. Bollar og glös, tómar flöskur og kokteilglös runnu til, duttu á gólfið og brotnuðu. Fyrsta stóra aldan 24 N'ýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.