Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 35

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 35
einum glugganum: „Eg kemst ekki út á ganginn!“ sagði stúlkan við Ro- gers, sem studdist við vegginn. Honum tókst að draga stúlkuna út um gluggann. Svo bar hann hana út í bátinn, titrandi og fáklædda. Nú hlupu þeir fyrstu fyrir borð. Hálfnaktir menn þrengdu sér út um ljórana. Sumir héngu hálfir út úr ljórunum, hrópandi í sárustu örvænt- ingu og það rauk líka út um ljórana. „Það koma tvö skip okkur til hjálpar! Verið róleg!“ hrópaði annar stýrimaður út yfir bátaþilfarið. „Það eru skipin „City of Savannah" og „Andrea Lukenback“!“ „Hvar er læknirinn? Náið í skipslækninn!" kallaði einhver uppi á stjórnpallinum. „Hér eru slasaðir menn!“ „Skipslæknirinn er látinn af brunasárum!“ var svarað að ofan. „Hann liggur dauður á B-þilfari. Eg sendi hjúkrunarkonuna til ykkar!“ „í aftara reyksalnum eru hundruð manna lokaðir inni!" „Hverjir vilja koma með mér afturá skipið?" spurði Hansen. Rogers gekk til hans. „Eg fer með yður. Við verðum að reyna að koma öllu fólki, sem ekki hefur komizt í báta, framá skipið.“ Kona var í þessum svifum borin út í bát. Roegrs bað hana að varð- veita fuglinn í búrinu. „Það var gott, að ég hitti á yður,“ sagði Hansen. Þér eruð réttur mað- ur á réttum stað!“ „Hvar er Warms?“ spurði Rogers, á meðan þeir reyndu að brjótast afturá skipið. „Hann er framá; vindurinn veldur því, að eldurinn er mestur afturá skipinu." „Hversvegna hafið þið ekki tekið stjórnina af manninum?" spurði Rogers. „Þessi vitfirringur stefnir öllum í opinn dauðann!" „Ja, hversvegna?" Hansen hló biturlega. „Það væri uppreisn, Rogers minn! Eftir fráfall Wilmotts er Warms skipstjóri á Morro Castle. Við hefðum þurft að stinga honum í spennitreyju. Agann verður að hafa í heiðri, Rogers!" „Þó það kosti þúsund manns lífið?" „Hver getur sagt um það með vissu fyrirfram? Hafið hefur sín lög. Tíu þúsund skipstjórar stjórna skipum sínum í brimi og stormi og allt gengur vel. Ef einn gapi er meðal þeirra, sem ekki er vandanum vax- inn, verðum við að láta það gott heita. Mig tekur sárast til okkar góðu Nj/tt S O S 35

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.