Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 33
Klukkan var 3,23 um nóttina, en strandgæzlustöðin í Chatam heyrði neyðarkallið. „Er loftnetið sett við varatækið?“ spurði Alagna. „Já,“ svaraði Rogers stuttur í spuna. „Hver djöfullinn er þetta með Warms? Er hann fífl eða glæpamaður?" „Veit það ekki. Kannski mikilmennskubrjálsemi. Hann hefur alltaf haft lausa skrúfu. Vildi alltaf verða skipstjóri, stjórna skipi, hvaða aðferð- um, sem hann þurfti að beita til að ná markinu. Hefur líklega haldið, að hann gæti sparað útgerðarfélaginu milljónir í björgunarlaunum og það mundi launa honum það ríkulega. Eg get varla hugsað mér aðra ástæðu.“ „Og sigla með þúsund farþega í eldi og reyk?“ „Auðvitað er maðurinn kolvitlaus!" svaraði Alagna. „Hann hefur mis- reiknað sig. Hann hélt, að við mundum ná höfn eftir tvo tíma. Hefði kannski heppnazt, ef vindstaðan hefði ekki breytzt. „Það verður óþægilega heitt," sagði Rogers. Hann hafði fæturna uppi á stól, því gólfið var of heitt. Rogers fór að hreyfa takkana á tæki sínu. „Hef ekki viðþol hér öllu lengur!" sendi hann út í geiminn. „Eldur undir loftskeytaklefanum!" Rogers leit á úrið. Klukkan var 3,35. Rafgeymar höfðu sprungið og sýra skvetzt á gólfið og myndað kæfandi gufu, sem var næstum að gera út af við Rogers. „Halló, yfirloftskeytamaður, við verðum að fara út héðan!" hrópaði Alagna í eyru Rogers. „Þér verðið að bera vitni fyrir sjóréttinum. Mér einum verður ekki trúað, þegar ég segi frá því, að við máttum ekki senda neyðarkall fyrr en um seinan. Og Wilmott skipstjóri hafði gim- steininn fræga í einkageymslu sinni. Eg held, að Warms sé hættulegt fífl, sem hugsar aðeins um það, að korna sér áfram. Hans einasta hugsun var að komast til New York án aðstoðar. En hann er ekki orðinn morðingi. Segið fólkinu það, ef ég kemst ekki af. Takið nú sundvesti og komið yður út!“ „Nei, ég verð kyrr!“ svaraði Rogers hálfkæfðri röddu. Alagna hristi yfirmann sinn, sem var burðamaður mikill. En Rogers sat sem fastast við tækið og hamraði í sífellu á takkana. „Rogers! Út með þig! Ætlar þú ekki að sjá Edith aftur? Þeir vita um stöðu okkar. Ef þú verður hér áfram, þá hlær Warms bara að þér eftirá." AUt í einu sprakk veggurinn af hitanum. Rogers staulaðist út úr loft- skeytaklefanum inn í eldhafið. Þá snéri hann við. Þegar hann kom til Nýtt S O S 3S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.