Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 11
fjölda sveil: angan af ilmvötnum, sem blandaðist tjöruangan, lakk- og málningarlykt. Hljómsveitin lióf nú að leika marz fyrir þetta skrautbúna fólk. Farþegar á þessu lúksusskipi voru nær einvörðungu forríkir Banda- ríkjamenn, sem voru nú að konra úr skemmtiferð til \ estur-Indíaeyja. ROSY-DEMANTINN. „Orðsending til hleðsluumsjónarmanns frá skipstjóra!“ kallaði Hack- ney, annar stýrimaður á vakt í brúnni, í talrörið til léttadrengsins í brúnni. Drengurinn, sem ávallt var viðbúinn því, að flytja skipanir milli, endurtók orð stýrimannsins. Svo hljóp hann niður á neðra þilfar. Fáeinum mínútum seinna stóð Morris, annar hleðslustjóri fyrir fram- an skipstjórann á Morro Castle. „Þessi herra er Senor Gonzales,'1 kynnti skipstjórinn ókunnan mann, er stóð t ið hlið hans. „Senor Gonzales, sem er hér í umboði lafði Astor með verðmætan gimstein, sem á að fara til New York.“ „Verðmæti tvær milljónir do]lara,“ bætti Gonzales \’ið rólega, eins og hann ræri að tala unr vindlingapakka. „Eg hef keypt annan Rosy-gim- steininn úr dánarbúi Gouldenfields auðkýfings, sem lézt hér í Havanna í vetrarhöll sinni. Fyrir hve háa upphæð getið þér tryggt gimsteininn?" Morris hugsaði sig um stundarkom. „Eg held varla yfir 100.000 doll- ara. En ég skal athuga málið nánar.“ „Þér takið að minnsta kosti á móti steininum, Morris, og ábyrgist hann,“ sagði \VTilmott skipstjóri. „Látið búa yður hvílu á dýrgripageymsl- unni. Lafði Astor verður að fá steininn sinn. Var nokkuð annað, er þér vilduð minnast á?“ bætti hann við, er hann leit spyrjandi augnaráð mannsins. Morris kinkaði kolli, en leit á farþegann, eins og hann vildi ekki hreyfa máli sínu í nærveru hans. W7ilmott rétti Gonzales höndina í kveðjuskyni. „Þér getið verið öldungis áhyggjúlaus. Á Morro Castle er gimsteinn- inn yðar í góðum höndurn.'1 Eftir að Kúbumaðurinn hafði gengið burt, hvíslaði Morris: „Eg heyrði núna rétt áðan orðaskipti fyrir utan glugga annars loftskeytamanns. Al- agna sagði, að hann ætti enga ósk heitari en þá, að þessi bölvaður dall- ur, Morro Castle, flygi í loft upp. Þá fengju Wárd-herrarnir það, sem þeir ættu skilið.“ 11 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.