Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 8
höfðum þráspurt hann leysti hann loks frá skjóðunni, hann játaði, að hann hefði skipun um að koma vítisvélinni um borð í Morro Castle!“ „Af hverju einmitt Morro Castle?" „Ef til vill vegna þess, að skipið yðar er fallegasta og nýjasta skip Bandaríkjanna. Kannski er ástæðan sú, að þér hafið lestað skipið með yðar mönnum og þarineð framið verkfallsbrot. Það hefðuð þér ekki átt að gera. Það hefði verið betra fyrir yður að skilja bílana\ og farþegana eftir í Havanna." „Jæja, ef þér geymið karlinn bak. við járnrimlana, þá ætti eiginlega ekkert að geta skeð.“ Wilmott hló góðlátlega. „Eg er ekki vanur að taka þessa dinti ykkar hérna mjög alvarlega." „Þér gleymið bara einu atriði, herra Senor skipstjóri.“ Pei'eira leit óttasleginn til gluggans, eins og einhver gæti staðið utan við hann og hlustað á samtalið. „Þennan Cuzigno, eða hvað liann nú heitir karl- fjandinn, höfum við raunar í varðhaldi. Að minnsta kosti þangað til Morro Castle lætur úr höfn. En þér þekkið ekki inn á þessi mál, herra skipstjóri. Þó einn sé gripinn, kemur bara annar í hans stað. Leyfið þér, að ég sendi lögreglumenn um borð í skipið?“ „Eg treysti betur yfirmönnum skips míns en útsendurum yðar,“ svar- aði skipstjórinn. „Kemur ekki til mála. Morro Castle er mjög fullkomið skip. Ef þér óskið að vita það, herra lögregluforingi, þá höfum við sjálf- virk tæki, sem láta vita um eldsvoða eða reyk, 73 slökkvitæki og 42 brunahana. Vatnsþéttum skilrúmum lokum við frá stjórnpallinum. Allar hurðir skipsins eru opnaðar með rafmagni og lokað á sama liátt. Yfir- byggingin er öll af stáli og getur ekki brunnið. Ef einhverjum þjónanna dytti í hug, að kveikja sér í vindlingi í klefa sínum í óleyfi, þá tilkynnir reykttækið það yfirmanni þeim, sem er á vakt í brúnni! Þér sjáið því, að við þurfum ekki að óttast negrasprengjur yðar, jafnvel þótt eitthvað kynni að vera satt í sögu yðar. Þessháttar árás mundi verða kæfð áður en tíu mínútur væru liðnar, án þess að farþegarnir hefðu hugmynd um hana.“ Kúbumaðurinn reis á fætur og tók innilega í hönd skipstjórans. „Nú er mér rórra, herra skipstjóri, já, nú er ég fullkomlega rólegur. Eg þakka yður fyrir upplýsingamar, herra skipstjóri. Eg hef gert skyldu mína, ekkert nema skyldu mína. Um sólarlag munu verkfallsmenn hverfa til heimkynna sinna. Eg mun halda uppi reglu með mínum mönnum. 8 N$tt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.