Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 29
Skilrúmið milli III. og IV. lestar er sjóðheitt, hugsaði hann. Þar á bak við hljóta eldsupptökin að vera! Þá hrópaði hann til bátsmannsins: „Dælið sjó í lest III með öllum slöngum og fullum krafti!“ Þegar hann kom upp aftur var hann svartur af reyk. Hann batt vasa- klút fyrir munninn. Nú sá liann, að veggirnir í reyksalnum brunnu. Stóri salurinn var líka farinn að brenna. Hann hugleiddi, hvort samband gæti verið þar á milli. í salnum lágu enn drukknir menn í mjúkum stólum. „Komið yður upp á þilfarið!“ kallaði Hackey til þeirra. „Skipið brennur!" „Það er bara reykur í hausnum á okkur, herra stýrimaður!" sagði einn farþeginn. Var hlegið að þessari lélegu fyndni. Nú varð Hansen stýrimaður gripinn skelfingu. Hann hljóp til baka og upp á stjórnpall til þess að skýra frá því, sem hann hafði orðið á- skynja. Enn sigldi Morro Castle á fullri ferð á móti storminum, sem blés hressilega á logana. í LOFTSKEYTAKLEFANUM. Alanga loftskeytamaður leit á úrið sitt. Klukkan var fáeinar mínútur gengin í fjögur. „Er Rogers kominn?" „Eg hef vakið hann,“ sagði Miki. „Hvað er um að vera úti?“ Alagna leit ekki upp frá tækinu. „Þeir eru að draga til brunaslöngur. Fjandinn þekkir sig þama. Það virðist hafa kviknað í á þrem stöðum á sama tíma.“ Rogers fyrsti loftskeytamaður kom inn í þessum svifum. „Takið þér blautt handklæði,“ ráðlagði Alagna honum. „Reykurinn kemur inn um allar glufur.“ í sama bili slokknuðu Ijósin. „Kveikið á neyðarljósunum!“ skipaði Rogers. Alagna reyndi það. „Ekki hægt. Leiðslan að varaljósunum er líka biluð.“ „Eru rafgeymarnir ekki í lagi?“ „Jú, allt í lagi með þá. Þeir eru fyrir stuttu hlaðnir.“ Rogers var hugsað til getsaka Warms gagnvart Alagna. Hann gat ekki varizt brosi. Nýtt S O S 29

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.