Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 18
hurðinni að einkaíbúð sinni á skipinu, rakst iiann á Warms, fyrsta stýri- mannn. „Það var gott, að þér eruð á ferðinni," ávarpaði Wilmott stýrimann- inn. „Eg hef kvatt yður til viðtals um ýmiss nauðsynleg mál.“ Wilmott hengdi einkennishúfuna á snaga og tók sér sæti við litla skrifborðið sitt, sem var alþakið skjölum. „Þetta gengur ekki svona til lengdar. Það liggur eitthvað uggvænlegt í loftinu. Áhöfnin nýtur ekki réttar og öryggis, herra stýrimaður. Eg beini þessu til yðar og Abbots yfirvélstjóra. Eg hef sjálfur gengið úr skugga um, að fæðið er ekki viðunandi.“ „Eg lield, að þetta sé nokkuð orðunr aukið, skipstjóri.“ Andlit Warms, sem var grannleitt og' skælt, dróst allt saman í háðslegt gott. „Við höfum of fáa kyndara,'1 hét Wilmott skipstjóri áfram. „Eg hef ekki undirskrifað áhafnarskrána." \VTarms yppti öxlum. „Það hafið þér gert, herra skipstjóri." „Það er rétt. Eg var ekki nógu kröfuharður. En nú er allri linkind lokið. Frá og með deginum í dag fær áhöfnin sama fæði og framreitt er á II. farrými." „Það er alveg útilokað, skipstjóri!" „Eg hef ekki spurt um álit yðar,“ þrumaði Wilmott skipstjóri. „Eg hef ekki kallað saman neitt skipsráð. Eg hef einfaldlega gefið skipun. Hafið þér skilið mig, Mr. Warms? Með hvaða rétti dirfist' þér að gagn- rýna fyrirskipanir mínar?“ „Eg gerist ekki svo djarfur, Wilmott skipstjóri. En ég ráðlegg yður að knýja þetta ekki í gegn. Það gæti kostað yður stöðuna." Warms hló. „Eg fyrirbýð yður slíkar athugasemdir!“ Wilmott skipstjóri var orðinn rauður af reiði. „Eg get svo sem látið yður vita það, Wilmott skipstjóri, að þetta er svo gott sem yðar síðasta ferð sém skipstjóri á þessu skipi,“ sagði Warms. „Ward-línan ætlar að fela mér skipstjórn á Morro Castle. Eg get ekki gert að því, að ég er nú einu sinni tíu árum yngri en þér.“ Warms gerði sig líklegan til að faia. Wilmott skipstjóri gekk í veg fyrir hann. Æðarnar á enni hans voru þrútnar af reiði. „Eg frábið mér þennan tón! Þér vitið, að það munaði minnstu, að þér misstuð réttindin einu sinni. í annað sinn sleppið þér ekki svo vel!“ 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.