Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 31
„Nemið staðar eða ég hleypi af!“ Loks komst Alagna að loftskeytaklefanum. „Warms bannar að senda SOS!“ „Hann ætlar sér að spara björgunarlaunin, mannhundurinn!" sagði Rogers. „Jæja, fjandinn liafi það, ég sendi CQD. Eg ætla að undirbúa það, að stöðin í Tuckerton geti búist við SOS hvenær sem vera skal." „Hver fjandinn! Þeir koma inn á milli með fréttir. Eg kemst ekki í gegn með stöðugum jafnstraum, tónninn verður dýpri.“ „Fari það nú bölvað! Tónninn er búinn!“ „Við \erðum að ná í vartatækið!" Alagna kveikti á vasaljósi og skipti um tæki. „Við köfnum hér áður en langt um líður. Má ég ekki senda SOS?“ „Ekki fyrr en við höfum fengið skipun um það frá Warms. Ætlið þér að borga björgunarlaunin úr éigin vasa?“ „Eg hef náð í strandgæzlustöðina í Cliatam. W J M svarar loksins!" „Guði sé lof! Haldið sambandinu!" skipaði Rogers og batt öðru hand- klæði um reyksvart ennið. * Þegar Mabel Davis, milljóneradóttirin, hljóp í gegnum ganginn á neðsta þilfari, blossaði feiknaeldur upp úr vélarúminu. Gangaveggirnir voru orðnir sjóðandi heitir. „Hvar er lyftan?" hrópaði Mabel til manns, sem bar að í þessum svif- um. Hann var svartklæddur, á höfði bar hann svartan, harðan hatt. Hann gekk fram hjá henni, líkari vofu en manni. „Eg veit það af tilviljun, hún er nálægt líkkistuklefanum, ég las það þar,“ svaraði svartklæddi maðurinn. „Eg þurfti að gera þar dálítið. En lyftan er straumlaus. Þeir berjast nú niðri.“ Mabel hörfaði með hryllingi, er maðurinn snerti hana. „Hvaða líkkistuklefa?" spurði hún skelfd. Hún fékk ekkert svar, því maðurinn var farinn. Mabel hafði ekki gengið nema nokkur skref, er hún fann hurðina að lyftunni. LOKSINS S O S ! „Djöfulsins skepnuskapur!" sagði Rogers, sem sat hálfkvæfður í loft- skeytaklefanum. „Við getum ekki verið hér lengi úr þessu. Farið tafar- Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.