Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 7
Honum lcist ekki mcira cn svo á, hversu mislit hjörð skipshöfn lians var. í svo að segja öllum starfsflokkum voru nú menn, sem sigldu í fyrsta sinn. Ward-skipafélagið, scm átti Morro Castle, reyndi jafnan að fá sem ó- dýrastan vinnukraft á skipið. Voru því ráðnir óvanir næturverðir, þjón- ar og jafnvel hásetar. í þessum hópi voru Bandaríkjamenn og kynblend-- ingar, sem prísuðu sig sæla að losna um stund úr fátækrahverfum New York-borgar. Reyndum sjómönnum fannst að vonum fátt til um slíkan mannskap. Suma þjóna varð að fjarlægja úr borðsalnum, vegna þess að þeir voru drukknir að störfum. Það mundi óhætt að fullyrða, að reynd- ir sjómenn væru í minnihluta unr borð í Morro Castle. \'élstjórinn lyfti hendi og sló frá sér í breiðum boga. .,Já, fyrst og fremst ber okkur að hafa í huga hagsmuni félags þess, er við vinnum hjá. F.n hafið þér auga með Alagna, skipstjóri. Hann er enginn Ameríkani. Maður veit aldrei hvað þessir suðurríkjamenn hafast að — Skipstjórinn horfði á yfirvélstjórann einbeittur á svipinn. „Eg get ekki kvartað yfir Alagna sem loftskeytamanni, hann þekkir sitt verksvið vel. Hitt er svo annað mál, að nú í seinni tíð gleymir hann stundum að sýna mér viðeigandi kurteisi." Þeir voru nú truflaðir í þessum samræðum, því nú bar að gjaldkera skipsins í fylgd með manni í einkennisbúningi hafnarlögreglunnar. „Hérra Pereira óskar eftir viðtali við yður, herra skipstjóri," sagði gjaldkerinn afsakandi, er hann sá á svip skipstjórans, að gestakoman var honum lítt að skapi. Þessi kúbanski embættismaður tók sér sæti í þægilegum leðurhæginda- stól að boði skipstjórans. Hann þurrkaði svitann af enninu með litlum silkivasaklút. „Það eru undarlegar sögur á sveimi, herra skipstjóri. Eg vildi óska þess, að við værum búnir að koma Morro Castle frá bryggjunni nú þegar.“ „Eg tel víst, að þér eigið við mig nauðsynlegt erindi,“ mælti Wil- mott skipstjóri. Kúbumaðurinn hneigði sig fullur lotningar. „Vissulega heiðraði Senor skipstjóri. í morgun settum við svertingja í varðhald, en hann stóð í sambandi við verkfallsnefnd hafnarverka- manna. Hann var með vítisvél vafða innan í skituga tusku. Eftir að við NýU S O S 7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.